
Stutt frá Keili á Reykjanesi er skemmtilegt náttúrufyrirbæri sem heitir Lambafellsgjá, eða Lambafellsklof eins og Ómar á
Ferli.is kallar það. Stuttur gangur er frá Eldborg að Lambafelli og troðningur leiðir mann alla leið að neðri enda gjárinnar, sem er bæði djúp, þröng og brött. Það er eins og að koma í annan heim að ganga þarna í gegnum dimma sprunguna og velta fyrir sér þeim kröftum sem þessa jarðmynd skópu. Svo er hægt að tengja gönguna við aðrar leiðir í nágrenninu, og það gerðum við skötuhjú á sunnudag þegar við vorum þarna á ferð með tíkina Týru. Ferðina skipulögðum við með aðstoð
Útivistarbókarinnar hans Páls Ásgeirs (bls. 116) og myndakorti Loftmynda,
Af stað á Reykjanesi, en því miður höfðum við ekki undir höndum frásögn Jónasar Guðm. um Lambafellsgjá í tímaritinu
Útiveru. Það sem haustferðir hafa umfram sumarferðir er ótrúleg litadýrð náttúrunnar, sem magnar alla upplifun göngufólks.




Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrirlestri á Nordica föstudaginn 7. sept. sl. sagði Marit Thorkeson frá muninum á þjónustu og gestrisni og hver væri ávinningurinn af því að sinna viðskiptavinum sem gestum. Þjónustu er að hennar mati hægt að skilgreina og mæla, en þegar um gestrisni er að ræða verður hjartað að vera með í för: Ætli menn sér að ná samkeppnisforskoti verður að veita persónulega þjónustu, gefa af sér og láta gestinum finnast hann velkominn! Í mörgum geirum atvinnulífsins er talað um viðskiptavini, skjólstæðinga, sjúklinga, o.s.frv., en ef við ætlum að skara framúr í þjónustugæðum verðum við fyrst og fremst að líta á viðskiptavini okkar sem gesti, sem manneskjur sem við sinnum af alúð. Í þjónustustörfum eigum við að vera stolt af því sem við bjóðum, við eigum að sinna starfi okkar af ástríðu og á okkar persónulega hátt. Að mati Marit er ekki hægt að kenna þetta eða þjálfa nema að litlu leyti og því þarf hver og einn að hafa frelsi til að veita þjónustu á sinn hátt, vera hann sjálfur og fá að njóta sín, til þess að gæði og virði þess sem verið er að selja verði sem mest í augum viðskiptavina okkar. Fyrir þá sem lesa sænsku má finna marga markverða punkta um fyrirbærið "hostmanship" á síðu Marit og félaga,
www.vardskapet.se.




Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef þú ert að spá í að kaupa notaðan bíl getur Leó M. Jónsson gefið góð ráð á sinni heimasíðu. Leitaðu neðan við miðju á
þessari síðu, að fyrirsögninni "Ætlarðu að kaupa notaðan bíl? " Þar segir Leó frá í nokkrum orðum af hverju hann mælir með ákveðnum tegundum, og flokkar þá niður í smáa, miðlungs og stærri fólksbíla. Að auki er heimasíðan hans smekkfull af skemmtilegum skrifum um bíla. Það eru ekki allir sammála honum, en fínt að líta til hans leiðbeinandi skrifa í bílapælingum. Ég veit t.d. um einn (nefnum engin nöfn pabbi:) sem ekki skilur í því að Leó skuli mæla með Opel Vectra í milliflokkinum. En mér finnast skoðanir Leó Emm hjálplegar og síst lakari en fjölbreytilegar fullyrðingar bíleigenda í vinahópnum.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allajafna finnast mér frasakendar og leiðinlegar ráðleggingar um hvernig maður eigi að lifa lífinu. Undantekningar geta þó verið á þessu þegar menn tjá sig persónulega um hvað reynst hefur þeim best. Bjarni Ármannsson á nokkra ágæta spretti á þessum nótum í Blaðinu í dag, þó inn á milli séu því miður klisjur. Ef maður horfir fram hjá þeim, þá finnur maður nokkur gullkorn. Eitt af því skemmtilegra hljómaði svona:
"Ef maður ætlar sér að fá hluti sem maður hefur aldrei fengið áður, þá verður maður að gera hluti sem maður hefur aldrei gert áður." Og svo er það þetta með hamingjuna, sem Bjarni bendir réttilega á að sé viðhorf, ekki ástand. Mín reynsla er sú að hamingjuna finnur maður oft í smábútum, litlum mómentum, hér og hvar í dagsins önn. Maður skynjar hana hinsvegar hvorki, né upplifir, ef viðhorfið er ekki rétt.




Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er víst ekki óalgengt að karlmenn nefni tillann á sér ýmsum nöfnum. Einn miðaldra náungi fyrir austan kallar sinn lilla Bóbó. Honum finnst Bóbó soldið flottur og er sannfærður um að hann deili sinni hrifningu með fleirum. Þegar hann fær sér í glas verður hann stundum voða montinn af Bóbó. Eitt sinn vatt hann sér að manni við barborð og sagði rígmontinn:
"Þær míga alveg í sig kellingarnar þegar þær sjá Bóbó!" Þetta átti auðvitað að virka voða töff, en hvað getur það nú verið spennandi að þurfa að fást við hlandblautar kellingar?




Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»