Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Björk í Hong Kong í gær

Kínversk vinkona mín brá sér bæjarleið í gær frá Shenzhen, á Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Hong Kong. Hún er alveg í skýjunum í dag, en dauðþreytt í fótum og kroppi eftir að hafa dansað allan tímann fyrir framan sviðið. Enn suðar fyrir eyrum eftir kraftmikla tónlistina, sem hún segir hafa verið töfrum líkasta, þannig að hún varð fyrir áhrifum sem kölluðu fram bæði tár og fullt af tilfinningum. Þeir sem dá tónlistargaldra Bjarkar vita að þetta hendir auðveldlega hrifnæmar manneskjur, enda engin venjuleg tjáning sem Björk getur framkallað með sínum töfrabarka. Það er þó að skilja á minni kínversku vinkonu að Björk sé orðin þekkt fyrir fleira en tónlistarflutning sinn og því hafi sumir orðið fyrir vonbrigðum með að hún skyldi aðeins nota einn búning; það hafi verið helsti galli tónleikanna að hún hafi verið í einu og sama dressinu allan tímann! Einhverjir vankantar voru líka á sándi og skipulagi tónleikanna, en það kom ekki í veg fyrir að vinkonan færi yfir sig hrifin og hamingjusöm með ferjunni heim í gærkvöldi.

Ekki enn sjálfstæð þjóð?

Eru enn á meðal vor fólk sem finnst við vera undir Dönum, eins og í den, og það ástæðan fyrir því að þessi frétt er hér á mbl.is undir liðnum innlent? ;)
mbl.is Dregur úr hagvexti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áningarstaðir og upplýsingaskilti fyrir ferðalanga

Hluti af verkefni sem ég stýri þessa dagana hefur kallað á upplýsingar til að setja inná kort fyrir ferðamenn í Skagafirði. Um er að ræða áningarstaði þar sem hægt er leggja bílnum, fræðast af upplýsingaskiltum eða tylla sér á bekk til að borða nestið sitt. Fornleifavernd, Þjóðminjasafnið og Vegagerðin eru helstu stofnanir sem framkvæmt hafa í þessa veru og eru víða fallegir áningarstaðir með áhugaverðum upplýsingum. Hinsvegar er alveg skelfilegur skortur á að upplýsingar um þessa staði séu aðgengilegar, t.d. á internetinu. Það skal tekið fram að starfsmenn umræddra stofnana hafa verið boðnir og búnir að svara spurningum og leiðbeina, en þetta á bara ekki að vera svona flókið. Að mínu mati er aðkallandi að bæta og auðvelda aðgang almennings að þessum upplýsingum á internetinu, því upplýsingar á þessum áningastöðum fræða og hvetja ferðamenn til að kanna betur landið sitt, kynnast nánar okkar fornu menningu og merkilegum sögustöðum.

Æri-Tobbi mætir á laugardag

Að yrkja óðarskoruna er það lítils vert. Þú reiðst þarna um boruna, sem ég hafði gert. Öldu briks við úlfasker ára disk á krúnkum, við nökkva briksinn Nikulás, Nikulás priks á priksum. Falleg ertu flaðin þín fólsku randa kurða, Gunna lurða gaðin þín gotsins randa snurða. Ambimbamb og umbum bumba öx indæla skrúfara rúfara skrokkin væla, skrattinn má þeim dönsku hæla. Imbrum kimbrum æsingu, úti regn með fjúki. Hefurðu ekki, sæ sem sur, síðhempu að ljá mér...Arnoddur? Nýársdagur kominn er, fólkið er við kirkju, ekki kemur það nú heim norðanhríð og harka. Aplamjólkin eykur skjólka fleytu burða jólkur bar svo vel Blálandshólkinn Ótúel.

Ég hlakka óstjórnlega til að upplifa þessa snilld og þetta séríslenska eyrnakonfekt í boði Hins Íslenska Þursaflokks á laugardaginn kemur. Allur þessi pakki er svo einstakur að hann verður aldrei toppaður.


Skilaboð útyfir gröf og dauða

Sumir þykjast ná sambandi við dauða. Svo eru dauðir líka að reyna að koma skilaboðum á milli, yfir í heim lifenda. Ástæður dauðdaga fara oft í gröfina með þeim látna, en stundum nær viðkomandi að koma skilaboðum yfir. Nýjung í þessu efni er að nota internetið sem miðil. Smellið hér, og svo á á beinagrindina í miðjunni, þá birtast skilaboð um helsta baráttumál konunnar í kumlinu.

Myndband sem fær þig til að brosa

Farðu inn á þessa slóð, sláðu inn mínu nafni í efsta reit, þínu nafni í næstefsta reit, og smelltu svo á neðst til vinstri, þar sem stendur Visualizar. Vídeóið tekur innan við mínútu að rúlla. Góða skemmtun.

Þátttakendur sem taka aldrei þátt

Í lítilli skoðanakönnum sem gerð var hér á síðunni var spurt útí viðhorf til skoaðanakannana. Einn möguleikinn var: Tek aldrei þátt, finnst þetta gengið út í öfgar!  Um helmingur svarenda hakaði þarna við.

Leitað langt yfir skammt

Þegar ég var í Kína um daginn kviknaði þörf til að skrá niður margt af því athygliverða sem maður upplifði á degi hverjum. Ég fór því að kíkja eftir lítilli minnisbók, en fann því miður ekki hentuga stærð sem fór vel í vasa; endaði þessvegna með fullt af blaðsneplum með pári á. Um daginn rakst ég svo á akkúrat rétta stærð í ritfangabúð á Íslandi. Á hillumiðanum stóð: Kínakladdi!

Allt betra en ekkert!

Maður fer næstum að hallast að því að kirkjunnar menn taki of alvarlega þetta með að illt umtal sé betra en ekkert umtal ;)
mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétt?

Tel hæpið að 200 milljónir starfi utan Kína, heldur að 200 milljónir starfi sem farandverkamenn í Kína, og hafi ætlað sér heim um áramótin. Independent virðist líka þessarar skoðunar: "The bad weather, which started on 10 January, could not have come at a worse time. More than 200 million migrant workers travel between cities and their rural homes to be with their families for the Lunar New Year holiday."
mbl.is Kínverjar kveðja ár svínsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband