Viðskiptavinir eiga að vera gestir okkar

Í fyrirlestri á Nordica föstudaginn 7. sept. sl. sagði Marit Thorkeson frá muninum á þjónustu og gestrisni og hver væri ávinningurinn af því að sinna viðskiptavinum sem gestum. Þjónustu er að hennar mati hægt að skilgreina og mæla, en þegar um gestrisni er að ræða verður hjartað að vera með í för: Ætli menn sér að ná samkeppnisforskoti verður að veita persónulega þjónustu, gefa af sér og láta gestinum finnast hann velkominn! Í mörgum geirum atvinnulífsins er talað um viðskiptavini, skjólstæðinga, sjúklinga, o.s.frv., en ef við ætlum að skara framúr í þjónustugæðum verðum við fyrst og fremst að líta á viðskiptavini okkar sem gesti, sem manneskjur sem við sinnum af alúð. Í þjónustustörfum eigum við að vera stolt af því sem við bjóðum, við eigum að sinna starfi okkar af ástríðu og á okkar persónulega hátt. Að mati Marit er ekki hægt að kenna þetta eða þjálfa nema að litlu leyti og því þarf hver og einn að hafa frelsi til að veita þjónustu á sinn hátt, vera hann sjálfur og fá að njóta sín, til þess að gæði og virði þess sem verið er að selja verði sem mest í augum viðskiptavina okkar. Fyrir þá sem lesa sænsku má finna marga markverða punkta um fyrirbærið "hostmanship" á síðu Marit og félaga, www.vardskapet.se.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Áhugavert innlegg. Veitir ekki af að koma þessum skilaboðum inn víða.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 10:55

2 identicon

Já greinilega áhugavert efni, ég kíkti á síðuna "Verdskapet"..Það má margt betur fara í þjónustu víða um lönd, en þó verð ég að segja að erindi hennar á svo sem heima alls staðar, enn Íslendingar þjónusta 100% betur en Svíar svo held ég að hennar boðskapur hafi ekki náð útbreiðslu í Svíþjóð því miður..Hér er lítið dæmi ef þú ferð í veislu hér (SE) þá færð þú eina sneið af tertunni sem boðið er uppá og ekki meir og svo máttu fara....en betur má ef duga skal..Fagnaðar erindi af þessu tagi ætti að berast hraðar út hér í Se..Svo ég spyr var konan ekki í vitlausu landi að ræða þjónustu...

Kv.frå Sthlm.

Hulda (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Það er gott að heyra Hulda að þér finnst við Íslendingar veita betri þjónustu en Svíar; ég held þó að þessi munur á viðskiptavini, og gesti, að við séum gestgjafar, eigi allsstaðar erindi í dag þegar þjónustugæði skipta sífellt meira máli. Vona að Marit nái líka eyrum Svía, og að þú fáir meira en eina kökusneið í næstu veislu ;)

Jón Þór Bjarnason, 17.9.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband