Færsluflokkur: Menning og listir

Visitskagafjordur.is

Frá opnun Visitskagafjordur.is í dagÍ dag opnaði loks ferðavefsíðan sem ég hef verið að vinna að í vetur, www.visitskagafjordur.is. Þar er að finna allt það helsta sem hægt er að gera í Skagafirði fyrir ferðamenn og gesti héraðsins: Fjölbreytta gistingu, ótal marga valkosti í afþreyingu, fallega staði til að heimsækja o.fl. Ríkulegum menningararfinum er gert skil, m.a. undir liðnum Söfn og sýningar. Hestaáhugamenn fá sitt rými þarna, sem og allir viðburðirnir sem eru í Skagafirði. Ljósmyndir eru fjölmargar úr öllum áttum. En auðvitað er sjón sögu ríkari og best að kíkja bara á vefinn.

Komið aftan að föngum

TattooÞað þykir ekki öruggt að beygja sig eftir sápu í sturtu í fangelsi, meðal mikið þurfandi meðbræðra sinna. Ég myndi líka hugsa mig tvisvar um áður en ég mætti nakinn í sturtuna í djeilinu með þetta tattú á bakinu Devil

Þessi viðbót er kannski alveg útúr kú, en fékk mig til að velta vöngum:

"Ber er hver að baki nema bróður sér eigi"


Hvar eru úlfaldarnir?

National Geographic TurkiyeÁ þessari snilldar loftmynd George Steinmetz er ekki allt sem sýnist. Stækkaðu myndina með því að smella tvisvar á hana og reyndu að koma auga á úlfaldana

Mynd dagsins

HelgufossÞessi mynd var tekin af Helgufossi, en þangað er rúmur hálftíma gangur upp með Köldukvísl, frá Gljúfrasteini. Þetta var í ferð með Ferðafélaginu Útivist í fyrrahaust, áleiðis yfir Grímansfellið, sem er hæsta fjall í Mosfellssveit. Skemmtileg upplýsingaskilti eru á leiðinni upp með ánni, en leiðin er kölluð Skáldaleið því þarna gekk víst Nóbelsskáldið okkar oft í þungum þönkum. Myndin er alveg óunnin; hún kom bara svona skemmtilega út í haustbirtunni og nýföllnum snjónum.

Aftur næsta laugardag

Á Austurvelli í dagÞetta var langþráð samkoma fyrir marga þá sem eru í sárum eða eru reiðir útí stjórnvöld, eftirlitsapparatið og Seðalbankann. Ljóst er að þetta lið hefur brugðist okkur og við höfum rétt á því að vera reið, sýna hvort öðru samstöðu og láta í ljós skoðanir okkar. Geir getur ekki sagt okkur að sýna æðruleysi og halda stillingu ef við kjósum að hegða okkur eða tjá okkur öðruvísi. Þó mörgu hafi verið frá okkur rænt síðustu vikur verður þetta frelsi ekki frá okkur tekið. Næsta laugardag kl. 15 verður haldin önnur og fjölmennari samkoma á Austurvelli, þar sem við munum vinna áfram að því að móta okkar nýju tíma.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm milljónir...

... eru svona svipuð upphæð og algengt er að íslensk stjórnvöld styrki verkefni af þessum toga með... í verðlitlum íslenskum krónum auðvitað!  Munurinn er sá að þessar sænsku fimm milljónir eru alvöru upphæð (þrettánfalt verðmeiri), sem dugir lengra en fyrir brotabroti kostnaðar við uppbyggingu svona menningarseturs. Til hamingju Húsvíkingar!
mbl.is Sænsk stjórnvöld styrkja Garðarshólmaverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert

Hér er síða Íslands hjá UNESCO, þar sem sjá má til viðbótar Þingvöllum og Surtsey, þau svæði/staði hér á landi sem stungið hefur verið uppá sem heimsminjum! Það er líka fróðlegt að skoða friðlýsingarkort Umhverfisstofnunar.
mbl.is Surtsey á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji ísbjörninn dauður og grafinn?

Sú saga fer nú hljóðlega á milli manna, m.a. hjá blaðamönnum í gúrkutíðarham, að þriðji ísbjörninn hafi komið á land ekki alls fyrir löngu, en hafi verið skotinn allsnarlega og urðaður í kyrrþey með álíka hröðum handtökum. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Annars fannst mér gott hjá þjóðfræðingnum hjá Árnastofnun sem sagði, sem svar við þjóðtrúnni um að allt sé þegar þrennt er, að ef þriðji atburðurinn bættist nú við ísbirni og jarðskjálfta, og að í framhaldi af því yrði svartur maður forseti Bandaríkjanna, þá værum við komin með alveg nýja stærð í þessar þrennupælingar LoL

Ályktunarhæfni mannsins...

... er afar skeikult fyrirbæri þegar kemur að svona löguðu. Við neitum að horfast í augu við tölfræðilegar staðreyndir, heldur tínum til einstök atvik, sem er ætlað að færa sönnur á hið gagnstæða. Það eru auðvitað afar hæpin vísindi. Hjátrú er og verður áfram hluti af mannlegri tilveru, þótt hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Ein af mínum uppáhaldsbókum fjallar um þessi fyrirbæri og mörg önnur mjög svo áhugaverð á svipuðum nótum, en hún er eftir Thomas Gilovich og heitir Ertu viss? - Brigðul dómgreind í dagsins önn (How we know what isn't so - The fallibility of human reason in everday life, útg. 1991).
mbl.is Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innsetningar og uppákomur...

... já, nú færist fjör í leikinn fyrir austan, á sýningum með þemun innsetningar og uppákomur!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband