Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Góđ lygasaga

Auđvitađ getur mannrćfillinnn hafa falliđ í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipađ og hćđ Hallgrímskirkju) eins og gefiđ er í skyn í erlendu fréttinni. Auk ţess er afar ólíklegt ađ hann hafi veriđ bitinn í nefiđ af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldiđ honum ţétt upp ađ andlitinu á sér. Ţetta hljómar allt eins og mađurinn sé ekki bara orđljótur, heldur líka alveg hrađlyginn.
mbl.is Óblíđ náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meira talađ en framkvćmt hér á landi

Viđ lestur nýjustu skýrslu Byggđastofnunar verđur manni enn frekar ljóst hvađ íslensk stjórnvöld hafa veriđ stefnu- og máttlaus í byggđamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburđi viđ alvöru ađgerđir nágrannalanda okkar erum viđ međ allt niđrum okkur í ţessum málum, svo vćgt sé til orđa tekiđ. Eitt sorglegt dćmi úr okkar auma veruleika eru háhrađatengingar á dreifbýlum svćđum, sem átti ađ vera löngu búiđ ađ framkvćma fyrir hluta af ţví fé sem ríkiđ fékk viđ sölu Landsímans sáluga. Fróđlegt er ađ skođa Fjarskiptaáćtlun 2005-2010, ţar sem m.a. stendur: "Ađ allir landsmenn sem ţess óska hafi ađgang ađ háhrađatengingu áriđ 2007." Eins og flestir vita er ţetta ekki enn komiđ til framkvćmda. Dćmi um ţađ sem nágrannar okkar eru ađ gera fyrir fyrirtćki og íbúa byggđarlaga í vanda, er t.d:

  • Afnám/undanţága tryggingagjalds
  • Niđurfelling/lćkkun á endurgreiđslu námslána
  • Lćkkun á raforkugjaldi
  • Lćkkun á tekjuskatti
  • Hćkkun barnabóta (umfram ađra)
  • Launagreiđslur til leikskólakennara (viđbótargreiđsla umfram ađra)

Breyttar vindáttir í byggingarbransanum

Mikil lćgđ er í bygggingarbransanum. Nú segja gárungarnir ađ ef ţú sjáir byggingarkrana snúast á Reykjavíkursvćđinu, sé ţađ vegna ţess ađ vindátt hafi veriđ ađ breytast ;)

Fimm milljónir...

... eru svona svipuđ upphćđ og algengt er ađ íslensk stjórnvöld styrki verkefni af ţessum toga međ... í verđlitlum íslenskum krónum auđvitađ!  Munurinn er sá ađ ţessar sćnsku fimm milljónir eru alvöru upphćđ (ţrettánfalt verđmeiri), sem dugir lengra en fyrir brotabroti kostnađar viđ uppbyggingu svona menningarseturs. Til hamingju Húsvíkingar!
mbl.is Sćnsk stjórnvöld styrkja Garđarshólmaverkefniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

“Hver gerđi (sagđi) hvađ, hvar, hvenćr, hvernig, hvers vegna og hvađ svo?”

Jónas Kristjánsson leiđbeinir fólki í fjölmiđlun á heimasíđu sinni, www.jonas.is. Hann notar einfaldan stíl og talar skýrt, ţannig ađ mađur skilur ađalatriđin. Honum er annt um íslenskt mál og hvernig ber ađ nota ţađ svo fólk skilji, í stađ ţess ađ drukkna í frćđilegri frođu eđa málskrúđi. Hvort sem ţú ert áhugamađur um tungumáliđ okkar, vinnubrögđ á fjölmiđlum eđa einstök dćmi (t.d. Árnamáliđ), ţá er hćgt ađ mćla međ heimsókn á heimasíđu Jónasar.

Drangeyjarmyndir

Ţađ eru víst fýlar á Íslandi ;)Myndir frá lundaveiđiferđinni í Drangey í síđustu viku er nú komnar inn; smella HÉR til ađ skođa.

Netkaffihús á Króknum?

Net-Kaffi-KrókurEru ţeir ekki eitthvađ ađ misskilja ţetta á Króknum međ netkaffihúsin?

Lundaveiđiferđin ađ baki

Lundaveiđifélagar í Drangey 2008Árlegri lundaveiđiferđ í Drangey á Skagafirđi lauk hjá okkur félögunum fjórum í gćr, degi fyrr en áćtlađ var. Ástćđan var sú ađ viđ höfđum strax á fyrsta sólarhring náđ í ţann skammt sem viđ samanlagt náum ađ torga fram á nćsta vor, eđa um 400 fuglum. Veđriđ var mjög svo ákjósanlegt; sól og hiti, en ágćtur vindur. Allajafna flýgur fuglinn meira í vindi og ţá gengur betur ađ háfa. Myndir úr ferđinni eru vćntanlegar inní myndasyrpuhlutann hér til vinstri.

Myndir af Strútsstíg

Í myndaalbúmi hér vinstra megin eru nú komnar nokkrar myndir frá göngu á Strútsstíg í síđustu viku. Fimmtán manna hópur, undir dyggri leiđsögn Silvíu frá Útivist, gekk í fjóra daga og fékk allan veđur- og náttúrupakkann sem í bođi er; allt frá bongóblíđu yfir í rok og rignginu, svartan sand, hvíta jökla og allt ţar á milli.

Eitt sinn hjólfar...

Jarđvegsskemmdir á ásnum handan viđ ÁlftavötnÁ göngu um Strútsstíg međ Útivist í síđustu viku blöstu víđa viđ skemmdir á jarđvegi, sem jeppakallar fyrri tíma ollu međ akstri sínum. Sem betur fer hefur vitund um skađsemi utanvegaaksturs aukist og stórlega dregiđ úr honum í seinni tíđ. Mörg ţeirra sára sem viđ blasa eru nokkurra tuga ára gömul, en ţau hverfa aldrei. Á međfylgjandi mynd má glögglega sjá hvernig eitt saklaust hjólfar eftir bíldekk hefur orđiđ ađ heljarinnar skurđi í áranna rás. Sorglegt, ekki satt?

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband