Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Yfir hundrað þúsund gistinætur

Íslensk farfuglaheimili voru valin meðal þeirra bestu í heimi nýverið. Þetta eru farfuglaheimilin í Berunesi við Djúpavog og á Ósum á Vatnsnesi. Farfuglaheimili eru góður og ódýr gistikostur á ferðalögum, en allajafna eru útlendingar stærstur hluti gesta íslenskra farfuglaheimila. Árlegar gistinætur á farfuglaheimilum hér á landi eru komnar yfir eitt hundrað þúsund.

Sama ruglið hjá RUV – Ríkisstjórnarútvarpi sumra landsmanna!

Í fjögurfréttum RUV-útvarp var sagt frá þessum mörg þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli. Ekkert var efnislega sagt frá því sem kom þar fram í máli ræðumanna. Það var hinsvegar viðtal við átta ára stelpu sem var spurð að því hvernig henni fyndist að vera þarna innan um svona margt fólk, þar sem sumir væru reiðir. Og ég sem var að vona að ríkistúvarpið okkar væri hætt að ofbjóða okkur sem ríkisstjórnarútvarp!

mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta liggur í loftinu nafni

Björgvin og Þórunn eru bara að tjá sig til samræmis við vilja þjóðarinnar, sem sér í lagi vantreystir sjálfstæðisflokki til að sitja degi lengur við völd. Ef ekki verður gefin út yfirlýsing á allra næstu dögum um að kosningar verði snemma næsta vor, er hætta á vaxandi átökum og grófari mótmælaaðgerðum almennings!
mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt

Raddir fólksins heyrast orðið í æ meira mæli á netinu, hvort sem það er á bloggsíðum, fésbókum eða annarsstaðar. Meðan þetta form er að slíta barnsskónum reka menn sig á kosti og galla, og átta sig á hvernig á að nota þetta ábyrgt. Stjórnvöld og fyrirtæki ljúga að okkur hægri vinstri, eins og við höfum fengið að kynnast hér á landi síðustu misseri. Rödd fólksins, okkar raddir, verða að fá að heyrast til mótvægis við raddir aðila annarlegra hagsmuna. Eðli málsins samkvæmt tekur það tíma að átta sig á hvernig við förum best með þetta nýfengna vald.
mbl.is Falla í pytti á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarlið

Alveg blöskrar manni hvað enn er í gangi af ógeði, eins og ekki sé nóg komið. Hvað finnst mönnum um ÞETTA? Fyrir þá sem ekki nenna að lesa fréttina, þá segir Mogginn m.a. þarna: "Nú ganga stærstu hákarlarnir um nýju bankana og hamast á starfsfólki að finna lausnir. Niðurfelling lána er þar efst á blaði. Einnig að aftengja ábyrgð milli félaga þeirra. Þá reynir á styrk núverandi stjórnenda!"
mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Kirkjan er enn í tómu tjóni, í þessu máli eins og mörgum öðrum. Þeirra úrskurðanefndir telja að presturinn hafi hér breitt siðferðilega rangt, en neita samt að úrskurða skírnina marklausa. Hvar er siðferðið í því? Ómálga kornabörn eru að öllum forspurðum skráð í þjóðkirkjuna, bara ef móðirin er skráð þar. Mér fannst nægilega margt vafasamt viðgangast hjá kirkjunni til að segja mig úr þessum félagsskap fyrir nokkrum árum... og hef síðan verið í sjöunda himni Tounge
mbl.is Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilin hagnaðarvon?

Sporðrenndi nokkrum vefsíðum með morgunkaffinu. Á dv.is var tvennt sem rann saman í eitt, annarsvegar fyrirsögnin: Þjófur tekinnn með lyftingarlóð! ...og hinsvegar: Reykjanesbær tekur á móti tugum lóða!

James Bond - The fourth cod war!


Komið aftan að föngum

TattooÞað þykir ekki öruggt að beygja sig eftir sápu í sturtu í fangelsi, meðal mikið þurfandi meðbræðra sinna. Ég myndi líka hugsa mig tvisvar um áður en ég mætti nakinn í sturtuna í djeilinu með þetta tattú á bakinu Devil

Þessi viðbót er kannski alveg útúr kú, en fékk mig til að velta vöngum:

"Ber er hver að baki nema bróður sér eigi"


Hvar eru úlfaldarnir?

National Geographic TurkiyeÁ þessari snilldar loftmynd George Steinmetz er ekki allt sem sýnist. Stækkaðu myndina með því að smella tvisvar á hana og reyndu að koma auga á úlfaldana

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband