Endurheimtum vitundina frá huganum

Hugleiðsla snýst m.a. um að gera hlé á síhugsun; við þurfum að geta látið af allri hugsun, sem er hluti af hinu skapaða. Stöðug hugsun gerir okkur að föngum í heimi fyrirbæranna og kemur í veg fyrir að við verðum okkur meðvituð um hið óskapaða, meðvituð um formlaust og tímalaust eðli okkar sjálfra og alls sem er. Hugmyndir okkar um hver við erum taka of mikið mið af ímyndunum og misskilningi, sem hugurinn framleiðir eins og á færibandi. Afleiðingin getur verið stöðugur undirliggjandi ótti, ófullnægja og viðkvæmni. Við förum á mis við það sem öllu skiptir, þ.e. vitundina um okkar sanna sjálf, hinn ósýnilega og óhagganlega veruleik.

Til þess að ná því verðum við að endurheimta vitundina, ná henni frá huganum. Því lengra sem er milli skynjunar og hugsunar og því lengur sem við dveljum í tímalausu núinu, því meðvitaðri erum við og lífsupplifunin dýpri. Ein lítil æfing sem hjálpar manni að setjast augnablik að í núinu, ná betri tengslum við vitundina, er að loka augunum og segja við sjálfan sig: Hver skyldi nú næsta hugsun mín verða? Vertu svo árveknin sjálf og bíddu eftir næstu hugsun. Vertu eins og köttur sem bíður eftir hreyfingu við músarholu. Hvaða hugsun er líklegust til að skjótast útúr holunni? Prófaðu þetta núna. Hvað upplifðir þú? (undir áhrifum bókarinnar Mátturinn í Núinu, e. Eckhart Tolle)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband