Gengið í gegnum Lambafellsgjá

Við LambafellsgjáStutt frá Keili á Reykjanesi er skemmtilegt náttúrufyrirbæri sem heitir Lambafellsgjá, eða Lambafellsklof eins og Ómar á Ferli.is kallar það. Stuttur gangur er frá Eldborg að Lambafelli og troðningur leiðir mann alla leið að neðri enda gjárinnar, sem er bæði djúp, þröng og brött. Það er eins og að koma í annan heim að ganga þarna í gegnum dimma sprunguna og velta fyrir sér þeim kröftum sem þessa jarðmynd skópu. Svo er hægt að tengja gönguna við aðrar leiðir í nágrenninu, og það gerðum við skötuhjú á sunnudag þegar við vorum þarna á ferð með tíkina Týru. Ferðina skipulögðum við með aðstoð Útivistarbókarinnar hans Páls Ásgeirs (bls. 116) og myndakorti Loftmynda, Af stað á Reykjanesi, en því miður höfðum við ekki undir höndum frásögn Jónasar Guðm. um Lambafellsgjá í tímaritinu Útiveru. Það sem haustferðir hafa umfram sumarferðir er ótrúleg litadýrð náttúrunnar, sem magnar alla upplifun göngufólks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband