Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þið þekktuð manninn...þið alloft sáuð hann...

Hvað er betra í sumarbyrjun en að rifja upp glefsur úr gömlu áramótaskaupi?

Galdrastafir fyrir örvæntingarfulla stjórnmálamenn!

Pólitíkusar sem þurfa að slá ryki í augu kjósenda geta notað missýningastafinn Óðinn og þeir sem eru hræddir um að hafa vondan málstað geta nýtt sér galdrastafinn Máldeyfu. Vilji menn nota óhefðbundnar leiðir til að vinna kjósendur á sitt band í kosninga- baráttunni er fleiri nothæfa galdrastafi að finna á kosningavef Galdrasýningar á Ströndum. Þetta eru snillingar!

Hvernig breytingar á flugi geta rústað ferðaþjónustu

Samgöngur eru eitt stærsta byggðahagsmunamálið, það hefur varla farið framhjá neinum eftir umræður síðustu vikna. Mikilvægustu samgöngumálin snúa að góðum akvegum milli byggðarlaga, en einnig að sjó- og flugsamgöngum. Nærtækasta dæmið um stórkostleg áhrif flugsamgangna fyrir eitt samfélag eru Vestmannaeyjar. Flugfélag Íslands hætti að fljúga þangað fyrir nokkrum árum og í stað stórra véla fóru minni vélar að fljúga þangað. Ferðamannastraumur til Eyja hrundi á örskömmum tíma úr 50 þúsund ferðmönnum í 15-20 þúsund ferðamenn. Það er þekkt að öflug ferðamennska getur haft áhrif á þjónustustig sem samfélagið allt nýtur góðs af, og þetta hefur vafalítið átt sinn þátt í að á síðustu árum hefur Eyjaskeggjum fækkað um 500 manns.

Hver vill saga hausinn af Árna Johnsen?

Ríkisstjórnin er tvívegis búin að svíkja loforð sem þeir hafa gefið um framkvæmdir á Suðurstrandarvegi. Ef Árni Johnsen verður kosinn á þing ætlar hann að sjá til þess að þetta verði ekki svikið í þriðja sinn. Ef það klikkar, segir Árni í Moggablaði dagsins (bls.30), þá "megið þið saga af mér hausinn og saga hægt". Er einhver örvænting að grípa um sig vegna svikinna loforða hjá Sjálfstæðisflokknum eða eru menn bara svona ofboðslega fyndnir í vetrarlok?

Hvað varð um vélina?

Var báturinn vélarvana, eða var hann bara aflvana? Trúlega hvorugt, því hann var bara með bilaðan gír. Var þetta þá ekki bara bilaður bátur? Ef manni þverr máttur, þá er maður máttvana. Í mínum huga er farartæki ekki vélarvana nema búið sé að fjarlægja vélina. En þetta er nú bara mín skoðun!
mbl.is Vélarvana bátur dreginn í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er tekjuaukningin án eignatekna?

Í nýútkomnum Hagtíðindum segir frá auknum heildartekjum heimilanna frá 1994 til 2005. Þær hafa hækkað um 183% á tímabilinu, eða um 10% á ári. Ef ég hef skilið fréttir í gær rétt, þá eru þessar tölur án verðlagsbreytinga, þannig að séu þær teknar með sýna útreikningarnir aukningu ráðstöfunartekna um rúm 4% á ári. Á Textavarpi RUV er sagt að stærstur hluti þessarar tekjuaukningar séu launatekjur, fyrir skatta, OG vaxtagreiðslur af innistæðum og verðbréfum og arður af hlutafé! Væri ekki fróðlegt fyrir okkur venjulegt fólk sem ekki hefur svona eignatekjur að fá að heyra líka hver sé auking ráðstöfunartekna af launatekjum eingöngu?

Samanburður Kastljóssins ekki fullnægjandi!

Kastljósið skoðaði í kvöld vexti verðtryggðra íbúðalána, annarsvegar Íbúðalánasjóðs og hinsvegar bankanna. Niðurstaðan var sú að þarna væri ekki mikill munur á. Ekki kom fram að Íbúðalánasjóður lánar til fasteignakaupa um allt land, meðan bankarnir lána til valdra aðila á þessum bestu kjörum sínum. Að sjálfsögðu geta bankarnir boðið góð lánakjör þar sem þeirra lán eru betur tryggð með veði í auðseljanlegum fasteignum. Þeir bjóða ekki öllum landsmönnum sín bestu kjör, eins og Íbúðalánasjóður, heldur fleyta rjómann af fasteignalánamarkaðnum. Þetta finnst mér að borgarstjóradóttirin hefði átt að nefna í sínum samanburði í Kastljósinu. Gaman væri að heyra frá landsbyggðafólki sem hefur reynslu af því að reyna að fá fasteignalán hjá bönkunum síðustu misserin.

Blær and-, metnaðar- og dugleysis?

Eftir landsfund sjálfstæðismanna um helgina segir RUV að það sé "velferðarblær" yfir flokknum. Um þetta segir Gummi Steingríms: "Það er náttúrlega átakanlegt ef Sjálfstæðisflokknum tekst að selja kjósendum það eftir 16 ára stanslausan flumbrugang, and-, metnaðar- og dugleysi í velferðarmálum að hann sé einhver sérstakur velferðarflokkur allt í einu. En þetta reynir hann." Heyrst hefur af tveggja klukkustunda fundi Hannesar Hólmsteins um daginn, þar sem hann reyndi allt hvað hann gat að telja fundarmönnum trú um að hann væri jafnaðarmaður! Það er greinilega ekki að ástæðulausu að Guðmundur Steingríms varar kjósendur við eftirlíkingum (með velferðarblæ) og bendir á að það sé vænlegra til árangurs að kjósa ósvikna og upprunalega vöru!

Veistu hvaða reglur gilda?

Ef ég hefði verið spurður í þessari könnun hefði ég svarað pass; ég veit því miður ekki hvaða reglur gilda um landvist útlendinga hér, og því gæti ég ómögulega viljað herða þær. Sumir vita meira en aðrir og furða sig á þessari niðurstöðu, vegna þess að hér séu reglur sem eru með því strangasta sem fyrirfinnst. Eríkur Bergmann talar um þetta á sinni síðu, sem og í bókinni Opið land, sem verður mitt fyrsta verk að lesa þegar stóra lokaverkefninu lýkur í skólanum.
mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að kaupa sér trúverðugleika?

Í textavarpi Ruv segir frá því að viðskiptaráðherra hafi skipað nefnd sem á að fjalla um greiðsluerfiðleika, þrátt fyrir að fyrir liggi heildstætt fumvarp sem nær öllum þeim markmiðum sem nefndinni hafa verið sett í skipunarbréfi. Einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að hér sé verið að kaupa sér trúverðugleika, að þetta sé gert til þess að geta svarað því til í kosningabaráttunni að greiðsluerfiðleikamálin séu í nefnd. En er þetta ekki sóun á tíma og peningum ef frumvarpið nær öllum þeim markmiðum sem nefndinni er gert að vinna að?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband