Samanburður Kastljóssins ekki fullnægjandi!

Kastljósið skoðaði í kvöld vexti verðtryggðra íbúðalána, annarsvegar Íbúðalánasjóðs og hinsvegar bankanna. Niðurstaðan var sú að þarna væri ekki mikill munur á. Ekki kom fram að Íbúðalánasjóður lánar til fasteignakaupa um allt land, meðan bankarnir lána til valdra aðila á þessum bestu kjörum sínum. Að sjálfsögðu geta bankarnir boðið góð lánakjör þar sem þeirra lán eru betur tryggð með veði í auðseljanlegum fasteignum. Þeir bjóða ekki öllum landsmönnum sín bestu kjör, eins og Íbúðalánasjóður, heldur fleyta rjómann af fasteignalánamarkaðnum. Þetta finnst mér að borgarstjóradóttirin hefði átt að nefna í sínum samanburði í Kastljósinu. Gaman væri að heyra frá landsbyggðafólki sem hefur reynslu af því að reyna að fá fasteignalán hjá bönkunum síðustu misserin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

"betur tryggð með veði í auðseljanlegum fasteignum"?  Lán ÍLS eru tryggð af ríkissjóði landsins sem prentar gjaldmiðilinn sem lánin eru gefin út í.  Erfitt að toppa það eins og bent var á í þættinum.

Þorvaldur Blöndal, 16.4.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Bankanir taka líka uppgreiðslugjald, en ekki ÍLS.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Góðir punktar. Ég hugsa til þess með hrylllingi ef bönkunum væri ætlað að sitja einum að þessu.

Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband