Er verið að kaupa sér trúverðugleika?

Í textavarpi Ruv segir frá því að viðskiptaráðherra hafi skipað nefnd sem á að fjalla um greiðsluerfiðleika, þrátt fyrir að fyrir liggi heildstætt fumvarp sem nær öllum þeim markmiðum sem nefndinni hafa verið sett í skipunarbréfi. Einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að hér sé verið að kaupa sér trúverðugleika, að þetta sé gert til þess að geta svarað því til í kosningabaráttunni að greiðsluerfiðleikamálin séu í nefnd. En er þetta ekki sóun á tíma og peningum ef frumvarpið nær öllum þeim markmiðum sem nefndinni er gert að vinna að?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Snjöllustu myndir íslenskrar tungu geta orðið til af ýmsum orsökum. Ég krefst þess að þú fáir Móðurmálsverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir þessa glæsilegu innsláttarvillu Jón Þór! Fumvarp ætti ævinlega að nefna þessi vandræðalegu fyrirbæri sem mestur gusugangur verður útaf í stóra herberginu við Austurvöll. Þá hefði t.d. verið sagt: "Miklar umræður hafa staðið yfir á Alþingi um fjölmiðlafumvarpið undanfarna daga."

Sammála?

Árni Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hahhahaaha... gott hjá þér Árni, ég hafði ekki tekið eftir þessu, en mér til afsökunar var miðhluti skrifanna unninn nokkuð hrátt upp úr textavarpi Ruv (stendur þar enn á síðu 107); einmitt sá kafli þar sem minnst er á FUMVARPIÐ ;c)  Leyfum þessu bara að standa, það er svoddan fum og fát oft á þessu liði...

Jón Þór Bjarnason, 16.4.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband