Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
15.4.2007 | 18:16
Allar myndir loks komnar í syrpuna!
Hlíðin kom niður í heilu lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 13:24
Myndir af flóðinu!
Aurskriða féll á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2007 | 09:00
"Guð er ekki kristinn!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.4.2007 | 14:21
Jarðarfararfötin og glottið á Geir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 10:22
Byggðastefna stjórnvalda: Óljós, Ómarkviss, Tilviljanakennd, Ógegnsæ!
Á spjallvef Skagfirðinga, skagafjordur.com, er verið að tala um kosningarnar framundan. Þar sýnist sitt hverjum um árangur stjórnarflokkanna í landsbyggðamálum. Einn spjallari, nafni minn Jón S., vitnar í bók Byggðarannsóknarstofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Fólk og fyrirtæki um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni:
"Bls 221: "Íslensk byggðastefna er í veigamiklum atriðum ólík stefnu sem fylgt er í nágrannalöndunum... meginstefnumið hérlendis mun óljósari... skortir á að fjárveitingar til þessara mála séu jafnháar... tilhneiging til að dreifa litlu fjármagni á marga aðila og lítið samræmi milli einstakra úthlutana." Bls. 222: "Einn stærsti galli íslenskrar byggðastefnu er hve ógegnsæ hún er.... Fyrir vikið er hætt við að opinber byggðastefna verði ómarkviss og byggist fremur á tilviljanakenndum inngripum en skýrri stefnu." Þar hafiði það Framsóknar- og Sjálfstæðismenn!!! Var einhver að furða sig á hnignandi landsbyggð?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 14:40
Nauðsynleg viðbót...
Umhverfisstofnun fær viðurkenningu fyrir sjálfboðastarf í þjóðgörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 13:27
Sjálfstæðisflokkur - stórhættulegt afturhaldsafl?
Það er ekki fögur lýsing dregin upp af Sjálfstæðisflokknum þegar afstaða (les: andstaða) hans í helstu framfaramálum þjóðarinnar er rifjuð upp í Morgunblaðinu í dag, en þar er flokkurinn kallaður regnhlífarsamtök sérhagsmunahópa. Ríkisforræði og forsjárhyggja koma oftar fyrir í tengslum við þennan flokk en flesta aðra. Evrópuaðild er ekki á dagskrá, þeir tala um að við megum ekki afsala okkur fullveldinu. Staðreyndin er að 80% af löggjöf ESB er innleidd hér án þess að við fáum nokkuð um mótun hennar að segja. Værum við ekki meira fullvalda ef við hefðum þarna einhver áhrif? Þetta kemur fram í skrifum Jóns Baldvins (Mbl. 10. apríl, bls 18-19) þar sem hann fléttar eigin þekkingu og reynslu inn í umfjöllun um hina mögnuðu bók Eiríks Bergmanns, Opið land.
Auðvitað eru til aðrar hliðar á stjórnmálasögu Íslands, en þessi saga hefur of lengi verið hluti af okkar sameiginlegu gleymsku. Um 10% af ísjakanum sjást, en viljum við ekkert vita af hinum 90 prósentunum? Sjálfstæðismenn eru í skrifum JBH kallaðir innilokunarsinnar með íhaldssama hugmyndafræði og eftir lesturinn spyr maður sig: Hvernig í ósköpunum getur þetta afturhaldsafl enn í dag verið stærsti stjórnmála- flokkurinn á Íslandi? Þessu hef ég svarað í fyrri skrifum: Af því að hollusta við flokkinn er tilfinningmál, hún er af sama meiði og trúin á æðri máttarvöld, þar sem skynsemin er sjaldnast hátt skrifuð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 09:13
Látnir feður á ferðalagi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 10:33
Atvinnustefna misskilinnar þjóðar?
Var að velta því fyrir mér hvort forráðamenn misskilji þjóðina og haldi að hún vilji
álið "in", þegar fólk er kannski að meina að því finnist þessi gamaldags atvinnustefna vera áliðin? Er dagur að kveldi kominn og tímabært að horfa til næsta dags?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 09:17
Úrslitakvöldið Hip Razical óhagstætt
Hip Razical frá Sauðárkróki lentu á úrslitakvöldi Músiktilrauna í nokkrum vanda. Tónlist þeirra hljómaði illa, sérstaklega í upphafi, sem kannski bæði má skrifa á vondan hljómburð Hafnarhússins fyrir rafmagnaða tónlist, auk þess sem hljómsveitin hafði ekki fengið nema brot af þeim hljóðprufutíma sem boðið var upp á á undankvöldinu í Loftkastalanum. Hljómurinn skánaði þegar leið á flutning laganna þriggja, en strákarnir í Hip Razcial voru hinsvegar hvorki nægilega samstilltir né öruggir. Á svona kvöldi fá menn bara eina tilraun og þurfa að "toppa" til að komast alla leið! Það tókst því miður ekki.
Í mánudagsblaði Morgunblaðsins (bls.34) segir Árni Matthíasson: "Hip Razical var ekki eins sannfærandi og í undanúrslitum. Sveitin lenti líka í smá hljómvandræðum í fyrsta laginu, en náði sér svo ágætlega á strik. Það spillti þó nokkuð fyrir henni að bassaleikarinn er ofvirkur á bassann, spilar allt of mikið, og fyrir vikið var annað lag hennar, sem er býsna gott, leðjukennt á kafla. Síðasta lag sveitarinnar var best, mjög vel heppnað lag með fínni laglínu, sem fékk þó ekki að njóta sín sem skyldi."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)