Hver er tekjuaukningin án eignatekna?

Í nýútkomnum Hagtíðindum segir frá auknum heildartekjum heimilanna frá 1994 til 2005. Þær hafa hækkað um 183% á tímabilinu, eða um 10% á ári. Ef ég hef skilið fréttir í gær rétt, þá eru þessar tölur án verðlagsbreytinga, þannig að séu þær teknar með sýna útreikningarnir aukningu ráðstöfunartekna um rúm 4% á ári. Á Textavarpi RUV er sagt að stærstur hluti þessarar tekjuaukningar séu launatekjur, fyrir skatta, OG vaxtagreiðslur af innistæðum og verðbréfum og arður af hlutafé! Væri ekki fróðlegt fyrir okkur venjulegt fólk sem ekki hefur svona eignatekjur að fá að heyra líka hver sé auking ráðstöfunartekna af launatekjum eingöngu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála þér þarna. Kveðjur í sveitina.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband