Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Trúverðugleiki?

Einhverra hluta vegna finnst mér trúverðugleiki Ingibjargar varðandi þennan þátt málsins meiri en Jóns Steinars.
mbl.is Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu

Aflvana formúlubíll?Á ruv.is og textavarpinu er tvennt sem vekur athygli mína núna. Annarsvegar liggur skip í vanda fyrir akkerum undan Reykjanesi, vegna þess að það er aflvana. Engin hætta er á ferðum, en takið eftir lykilorðinu: Aflvana... ekki vélarvana! Að mínu hyggjuviti verða bílar og skip ekki vélarvana nema vélin sé með öllu úr þeim. Ef vél bilar og þrýtur afl, þá er farartækið aflvana. Þetta fannst mér gleðilegt. Hitt var sorglegt. Að á næsta ári fara vinir mínir til margra ára í Formúlu 1 yfir á sjónvarpsstöðina Sýn. Það þýðir að óbreyttu að ég hætti að horfa á hana, en ég hef ekki lagt það í vana minn að borga fyrir íþróttaefni í sjónvarpi og reikna ekki með að breyting verði þar á. Því horfi ég sorgaraugum til næsta keppnistímabils, þegar minn formúlumótor verður alvarlega aflvana!

Engu treystandi!

Það er nú fokið í flest skjól þegar ekki er hægt að fá smá skjól af borðum með þessu líka trausvekjandi nafninu ... ;c)
mbl.is Skjólborð fuku af vörubíl á tvo fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin gredda karla...

... gæti það haft eitthvað með málið að gera?

mbl.is Barnsfæðingum fjölgaði á síðasta ári og frjósemi kvenna vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múlbundinn Björn Ingi

Það er ekki fyrr búið að setja löngu tímabær lög um fjáraflanir stjórnmálaflokka en menn eins og Björn Ingi fara að kvarta yfir því að nú vanti strangari reglur um fjármögnun frjálsra félagasamtaka. Stjórnmálaflokkar hafa áratugum saman fengið fé frá ýmsum fjársterkum hagsmunaaðilum, sem í mörgum tilfellum hafa haft verulegan hag af því að ákveðin "vinveitt" öfl hafi völd umfram önnur. Góð byrjun fyrir Björn og félaga, sem nú velta vöngum og reyna að gera tortryggilega fjármögnun Framtíðarlandsins, væri að máta þessa hugmyndafræði við ungmenna- og kvenfélögin heima í gömlu sveitinni. Hver fjármagnar þau og í hvaða "afbrigðilega" tilgangi? Björn Ingi toppar svo sjálfan sig í lok skrifa sinna, þar sem hann lýsir óréttlætinu með þessum orðum: "meðan… stjórnmálaflokkar eru múlbundnir í kerfi og geta sig hvergi hrært."  Finnum við ekki mikið til með Birni, svona hræðilega múlbundnum?

Vanræktir Vestfirðir

Mig langar að benda á áhugaverða umfjöllun Gríms Atlasonar, þar sem hann segir frá þróun mála vestra. Það er gott að þekkja allar hliðar umræðunnar og Grímur kemur þarna með nokkra athygliverða punkta sem hafa ekki farið hátt.


Alþjóðasamskipti og menningarmunur

Í heimi alþjóðavæðingar er margt að varast í samskiptum við þjóðir sem hafa ólíka siði og menningu. Japanska er t.a.m. annarskonar tungumál en við eigum að venjast, þar sem úir og grúir af sérstökum áherslum og tónbrigðum sem eru síbreytilegar eftir aðstæðum og því hver talar við hvern. Af tillitssemi við Gyðinga er víða ekki boðið upp á ostborgara á stöðum Burger King, því trú þeirra bannar blöndun kjöt- og mjólkurvara. Í Bretlandi er farið að kenna viðskiptaensku sem sumir myndu kalla hálfgert barnamál, en tilgangurinn er að væntanlegir viðskiptavinir finnist þeir frekar á jafningjagrundvelli á fundum. Evrópubúum og Ameríkönum þykir best að tala við fólk í u.þ.b. handleggs- fjarlægð, meðan Arabar vilja standa sem allra næst þeim sem þeir eiga samræður við. Þetta veldur oft skrautlegri sýningu í móttökuboðum, þar sem Arabarnir elta Vestrulandabúana sem ganga viðstöðulítið aftur á bak um allt herbergið.

Sjónhverfingar Hannesar Hólmsteins

Í nýjasta hefti Þjóðmála sem datt inn um bréfalúguna nú í morgun gagnrýnir Hannes það sem hann kallar "Sjónhverfingar prófessoranna" Stefáns Ólafssonar og Þorvalds Gylfasonar. Það þarf ekkert að tíunda um sýn Hannesar á ofurágæti hagstjórnar Sjálfstæðisflokksins, hana þekkja allir, og eru skrifin því marki brennd. Áhugasömum vil ég benda sérstaklega á línurit um verðbólgu á bls. 34, en það sýnir þróunina frá 1980 til 2004. Þeir sem muna verðbólgutoppinn á níuanda áratugnum átta sig á að síðan þá hefur verðbólgan mestmegnis verið á niðurleið, eins og línan í ritinu sýnir. Hannes velur að sýna aðeins þróunina til ársins 2004 og talar ekki um vaxandi verðbólgu dagsins í dag, vegna þess að það gagnast ekki hans málflutningi. Þannig stundar Hannes sjálfur sjónhverfingar í stórum stíl, en það ætti auðvitað engum að koma á óvart sem fylgst hefur með hans einhæfu söguskoðun í gegnum tíðina. Annars eru hægriáróður Þjóðmála að þessu sinni með þeim hætti að mér er skapi næst að segja upp áskriftinni!

Drengir, sjáiði ekki veisluna?

Árni Mathiesen fjármálaráðherraVar hún ekki einhvernvegin svona spurningin sem fjármálaráðherra bar fram í þinginu á síðasta degi? Árni skilur ekkert í þeim sem gagnrýna, það er yfirfullt veisluborð af kræsingum sem hann og stjórnarliðar hafa borið á borð fyrir þjóð sína. Það sem Árni skilur ekki er að það er allt of mikið af óhollustu á boðstólum, gums og jukk sem sumir verða alltof feitir af, fá hreinlega bara ístru, meðan öðrum verður bara óglatt við það eitt að horfa á gúmmelaðið. Einhæft úrvalið á veisluborðinu höfðar ekki til bragðkirtla allra. En ég held að gagnrýnin byggist ekki hvað síst á því að það var ekki öllum boðið! Það er ljótt að skilja útundan og slíkt á að gagnrýna!

Vélhjóla- og akstursíþróttamenn athugið!

Rakst á sorgarsögu af Alþingi, þar sem segir frá því að stjórnarliðar hafi hafnað breytingu á umferðarlögum, sem miðaði að því að skilgreina akstursíþróttabraut. Formaður Samgöngunefndar var þvingaður til hlýðni við flokk sinn og hætti við að styðja málið, samkvæmt frásögn á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns. Sorglegt að enn hafi ekki tekist að koma þessum málum í höfn!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband