Vélhjóla- og akstursíþróttamenn athugið!

Rakst á sorgarsögu af Alþingi, þar sem segir frá því að stjórnarliðar hafi hafnað breytingu á umferðarlögum, sem miðaði að því að skilgreina akstursíþróttabraut. Formaður Samgöngunefndar var þvingaður til hlýðni við flokk sinn og hætti við að styðja málið, samkvæmt frásögn á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns. Sorglegt að enn hafi ekki tekist að koma þessum málum í höfn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Sæll Jón Þór,

Endilega kíktu á bæði bloggið mitt og einnig www.icelandmotopark.com þá sérðu að framkvæmdir við aksturssvæði eru hafnar og þessi framkvæmd er án allra ríkisstyrkja.

Kv,

Villi Þór

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, 18.3.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk fyrir það Villi, þetta hljómar mjög spennandi. Vona að allt gangi eftir eins og planað er. Svo ég vitni aftur í atkvæðagreiðsluna um breytingartillöguna, þá fannst mér þróun málsins í Alþingi athygliverð, sérstaklega þessi farsakennda lýsing: 

"Atkvæðagreiðslan á Alþingi verður nokkuð eftirminnileg þar sem formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar.  Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt. 

Það varð því uppi fótur og fit í stjórnarliðinu við þessa niðurstöðu og í framhaldinu lét starfandi þingforseti Birgir Ármannsson endurtaka atkvæðagreiðsluna þar til var búið að fella tillöguna og berja sjálfan formann samgöngunefndar til hlýðni og fella málið." (Af bloggi Sigurjóns).

Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband