Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Sátt við heimamenn frumskilyrði!

Það er eitt af frumskilyrðum í uppbyggingu í ferðaþjónustu að hún sé framkvæmd í sem mestri sátt við heimamenn. Ef svo er ekki munu skynjuð skert lífsgæði heimamanna verða til þess að þeir láta óánægju sína bitna á ferðamönnum. Viðmót breytist og viðhorf verða neikvæð. Ef yfirvöld keyra þetta í gegn án nægs samráðs munu Mallorkafarar finna fyrir minnkandi gestrisni eyjaskeggja innan örfárra ára.


mbl.is Íbúar á Mallorca mótmæla byggingarframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spalarmenn sanngjarnir!

Ættingjar mínir á tveimur bílum voru á norðurleið úr höfuðborginni nú eftir hádegið þegar fréttir bárust í útvarpi um lokun Holtavörðuheiðar. Þau áttu stutt eftir í Borgarnes en sneru við til ættingja í Reykjavík. Spalarmenn höfðu fullan skilning á aðstæðum og buðu þeim frítt í gegnum göngin. Svona góð viðbrögð finnast mér alltaf þess virði að segja frá!
mbl.is Ófært um Víkurskarð og Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapaðu þinn eigin frama!

IconMikePixarNú er ég að lesa undir próf í Stjórnun og hugurinn uppfullur af gáfulegum kenningum og ráðleggingum úr þeim fræðum. Sumar höfða meira til manns en aðrar og svo er hægt að blanda þeim saman við önnur fræði á ýmsan hátt, til dæmis svona:

Ef þig langar til að verða eitthvað, vertu það þá bara! Skrifaðu niður markmið þín og hafðu þau raunhæf, mælanleg og skemmtileg, og stefndu óhræddur að því ná þeim, jafnvel þótt þér hafi dottið í hug að gera eitthvað "fáránlegt" sem ekki er til í dag. Hugasðu um það hve mörg þeirra starfa sem eru unnin í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan. Það er illmögulegt að spá fyrir um framtíðina, en öruggasta leiðin er samt sú að skapa hana bara sjálfur!


Ekkert táknrænt gildi?

Er ekki þversögn í þessu?:
Í fyrstu setningu fréttarinnar: "Íbúar þorpsins Trokavec héldu um helgina táknræna atkvæðagreiðslu..."
Í annarri setningu fréttarinnar: "Atkvæðagreiðslan hefur ekkert táknrænt gildi, ..."
Var það ekki einmitt það sem hún hafði, táknrænt gildi?
mbl.is Ratsjárstöð Bandaríkjamanna hafnað í táknrænni atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Räikkonen í rauðu?

Á sínum tíma var ég að skrifa um Formúlu 1 fyrir mbl.is og formula.is. Þá var maður alveg á kafi í þessu og eignaðist sína uppáhaldsbíla og -menn. Mika Häkkinen var alltaf minn uppáhalds og þegar annar Finni, Kimi Räikkonen, kom inn sem arftaki lá beinast við að halda með honum. Þeir voru McLarenmenn, andstæðingarnir voru rauðklæddir með ítölsku liði sem ég nefni helst ekki… það heitir held ég Ferrari ;c)  Við McLaren- aðdáendur sáum rautt ef Sjúmma gekk of vel, sem því miður var nú ansi oft. Nú er búið að splitta upp manni og bíl: Räikkonen er kominn um borð í rauðan Ferrari og það verður að segjast eins og er að hugur manns er svolítið klofinn þessa dagana. Vonandi venst þetta þegar á líður mótið, en sem stendur horfi ég mest á meistara Alonso aka um í sifurörinni fallegu!
mbl.is Räikkönen fagnar „fullkominni“ byrjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur málmur?

cessna_172_skyhawkLangt er síðan flutningaskipaflotinn skráði sig erlendis vegna of mikils kostnaðar hér. Stjórnvöld höfðu ekki áhuga á þessu járnadrasli. Nú flýja menn með flugvélarnar vegna síhækkandi rekstrarkostnaðar. Ég veit að stjórnvöld hafa mestan áhuga einhverju sem tengist áli og því hélt ég að flugvélarnar fengju að vera hér í friði. Hversvegna svo er ekki má kannski skilja þegar þetta er haft í huga!
mbl.is Flugvélar skráðar erlendis vegna hárrar gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anna Kristín sýnir loksins sitt rétta andlit

Anna Kristín GunnarsdóttirAnna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur verið óþreytandi síðustu mánuði að benda á ýmis þarfamál í Norðvesturkjördæmi sem hafa verið vanrækt eða illa sinnt af núverandi stjórnvöldum. Eins og kunnugir vita tapaði Anna Kristín sæti sínu í síðasta prófkjöri Samfylkingar í kjördæminu, hún missti það til sérans Kalla Matt, sem fallið hafði út af þingi fyrir kosningar 2003. Það er mín skoðun að ef Anna hefði verið í sama ham síðustu fjögur ár og hún hefur verið síðustu mánuði, þá hefði það aldrei gerst. Með sama áframhaldi eykur hún hinsvegar líkur á því að Samfylking bæti við sig manni í kjördæminu, sem þarf svo sannarlega á þingmanni eins og henni að halda til að rétta skarðan hlut sinn.

Skoðanakannanir, völd og trúarbrögð!

GallupkönnunÞað er ekki auðvelt að skilja skoðanakannanir, sérstaklega ekki þessa sem kom í dag, þar sem vinsælasta stjórnarsamstarfið er samstarf Samfylkingar og Vinstri-Grænna, en aðeins 2,2% vilja að stjórnarandstaðan starfi saman! Samkvæmt þessu eru það Frjálslyndir sem hafa þennan fælingarmátt, eða hvað? Þótt margt eigi ekki eftir að ganga eftir samkvæmt þessari könnun, þá vona ég að það standi að núverandi stjórn falli. Ekki það að mér finnist hún alslæm, heldur er ég á þeirri skoðun að þetta mikil völd í svona langan tíma séu hættuleg, reyndar alveg stórvarasöm, sérstaklega fyrir okkur sem borgum brúsann. Við of langa valdasetu blindast menn af eigin ágæti og missa tengslin við þjóð sína, en það held ég reyndar að hafi gerst fyrir allnokkru síðan í mörgum málum. Framsóknarmenn finna fyrir þessu í minnkandi fylgi, en um Sjálfstæðismenn gildir allt annað, einfaldlega af því að fylgisspekt og sauðtryggð við þann flokk er svo náskyld trúarbrögðum!

Eins og beljur á vori!

Eftir laugardaginn sleppa þeir allir út og þá losnar maður við að sjá alla fjölmiðla stappfulla af skrípaleiknum á Alþingi. En það er ekkert betra sem kemur í staðinn, því þá sleppa þeir út á land, stilla sér upp á öllum hornum og torgum og heilsa og heilsa og brosa og lofa. Og heilsa svo meira, þétt, með báðum höndum. Æi er ekki hægt að láta þingið halda aðeins lengur áfram?
mbl.is Á von á að þingi ljúki á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fáum við líka?

Þetta lítur allt voða vel út á skjánum hjá mér, alveg eins og ég geti leigt mér mynd ef mig langar. En svo reynist ekki vera. Þegar ég vel gerist ekkert. Stórir hlutar landsbyggðarinnar eru ekki með, þ.m.t. 12. stærsta sveitarfélag landsins, Skagafjörður. Fyrir holdafarið er þetta kannski bara plús, því í staðinn hleyp ég út í sjoppu og leigi mér mynd upp á gamla mátann, og losna við nokkra millimetra af ummálinu í leiðinni.
mbl.is 1000 kvikmyndir leigðar á dag á Skjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband