Múlbundinn Björn Ingi

Það er ekki fyrr búið að setja löngu tímabær lög um fjáraflanir stjórnmálaflokka en menn eins og Björn Ingi fara að kvarta yfir því að nú vanti strangari reglur um fjármögnun frjálsra félagasamtaka. Stjórnmálaflokkar hafa áratugum saman fengið fé frá ýmsum fjársterkum hagsmunaaðilum, sem í mörgum tilfellum hafa haft verulegan hag af því að ákveðin "vinveitt" öfl hafi völd umfram önnur. Góð byrjun fyrir Björn og félaga, sem nú velta vöngum og reyna að gera tortryggilega fjármögnun Framtíðarlandsins, væri að máta þessa hugmyndafræði við ungmenna- og kvenfélögin heima í gömlu sveitinni. Hver fjármagnar þau og í hvaða "afbrigðilega" tilgangi? Björn Ingi toppar svo sjálfan sig í lok skrifa sinna, þar sem hann lýsir óréttlætinu með þessum orðum: "meðan… stjórnmálaflokkar eru múlbundnir í kerfi og geta sig hvergi hrært."  Finnum við ekki mikið til með Birni, svona hræðilega múlbundnum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Æ já greyið. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf átt erfitt uppdráttar þegar kemur að fjármögnun og þessir ræflar sem styðja hann lepja dauðann úr skel.

Unnar Rafn Ingvarsson, 20.3.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hehehe... Unnar ekki að skafa af því :)  En þetta er auðvitað engin veginn viðeigandi væl hjá Binga, sem kastar þarna grjóti úr glerhúsi?

Jón Þór Bjarnason, 20.3.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband