14.4.2011 | 15:51
Einfaldir orkuklattar
Þessari einföldu uppskrift að hafraklöttum nappaði ég einhversstaðar og hef verið að prófa og þróa, með ljómandi vinsælum árangri.
1 bolli hafrar
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli sólblómafræ
1/4 bolli hveitikím (hef líka notað spelt)
1/4 bolli gott múslí
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar aprikósur
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar döðlur
1/3 bolli hunang
1-2 msk smjör
1/2 tsk vanilludropa
1-2 fingurklípur Maldonsalt
Hrærið saman þurrefnunum; höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í skál. Setjið döðlu- og aprikósubita, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott. Hrærið saman á vægum hita þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við blönduna og hunangið aðeins farið að krauma. Taka pottinn þá af hellunni og hræra saman við.
Meðan blandan er enn volg er best að setja hana á smjörpappír. Ég hef brotið uppá hliðarnar, þannig að úr verði umslag sem er ca 20x20 cm, og flatt blönduna svo út með því að leggja skurðarbretti ofan á og þrýsta vel á (fyrst varlega, en svo alveg með fullum þunga) til að pressa.
Klattinn er svo settur í ískáp í 1-2 tíma áður en hann er skorinn í stykki eða mátulega munnbita. Ýmsa varíanta má prófa við þessa uppskrift, t.d. nota gráfíkjur og ferskjur í stað daðla og apríkósa; skipta vanilludropum út fyrir möndludropa, ofl.
Verði ykkur að góðu ;þ
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 18:02
Svona celebs sko...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 13:41
Holla brauðið
Hef verið að baka þetta brauð og get svo sannarlega mælt með því. Gera má ýmsar tilraunir, t.d. eins og að skipta út 1-2 dl af speltmjöl með byggmjölinu holla.
6 dl. Spelt
1 dl. Haframjöl
1 dl. Fræ (fjölkornablanda eða fimm korna eða bara eftir smekk)
3 tesk. Vínsteinslyftiduft (eða bara venjulegt lyftiduft)
1 tesk. Salt (eða Herbamare)
3 dl. AB mjólk
3 dl. Sjóðandi vatn
Allt hrært lauslega saman, sett í form frekar tvö minni en eitt stórt. Ofninn hitaður í 200 gráður (180 ef blástursofn) Bakað í um 30 mín. á neðstu rim í ofninum.
Verði ykkur að góðu :)
8.6.2010 | 16:14
Söngbók fyrir ættarmót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 10:56
Endurheimtum vitundina frá huganum
Hugleiðsla snýst m.a. um að gera hlé á síhugsun; við þurfum að geta látið af allri hugsun, sem er hluti af hinu skapaða. Stöðug hugsun gerir okkur að föngum í heimi fyrirbæranna og kemur í veg fyrir að við verðum okkur meðvituð um hið óskapaða, meðvituð um formlaust og tímalaust eðli okkar sjálfra og alls sem er. Hugmyndir okkar um hver við erum taka of mikið mið af ímyndunum og misskilningi, sem hugurinn framleiðir eins og á færibandi. Afleiðingin getur verið stöðugur undirliggjandi ótti, ófullnægja og viðkvæmni. Við förum á mis við það sem öllu skiptir, þ.e. vitundina um okkar sanna sjálf, hinn ósýnilega og óhagganlega veruleik.
Til þess að ná því verðum við að endurheimta vitundina, ná henni frá huganum. Því lengra sem er milli skynjunar og hugsunar og því lengur sem við dveljum í tímalausu núinu, því meðvitaðri erum við og lífsupplifunin dýpri. Ein lítil æfing sem hjálpar manni að setjast augnablik að í núinu, ná betri tengslum við vitundina, er að loka augunum og segja við sjálfan sig: Hver skyldi nú næsta hugsun mín verða? Vertu svo árveknin sjálf og bíddu eftir næstu hugsun. Vertu eins og köttur sem bíður eftir hreyfingu við músarholu. Hvaða hugsun er líklegust til að skjótast útúr holunni? Prófaðu þetta núna. Hvað upplifðir þú? (undir áhrifum bókarinnar Mátturinn í Núinu, e. Eckhart Tolle)
15.3.2010 | 16:49
Böl hugans Kínamúra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2010 | 12:39
Frelsið er dýrmætt
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Skilningur á mikilvægi hans í mínum huga tengist því sem ég er að lesa þessa dagana, nefnilega Dýrmætast er frelsið, eftir Hege Storhaug. Þar er fjallað um innflytjendavanda á vesturlöndum í víðu samhengi og sýn mín á Íslam og ólíkan menningarmun og hugmyndafræði hefur dýpkað. Staða konunnar í þeirri trúarveröld er mjög bágborin og á einum stað lýsir höfundur bókarinnar þessu þannig, að kona hefur í raun mun minni rétt en þræll eða trúleysingi, sem þó hafa afar lágan status hjá múslimum. Bæði þrællinn og trúleysinginn eiga nefnlega möguleika á að fá uppreist æru; þrællinn að verða frjáls maður meðal manna, og trúleysinginn að taka trú og öðlast virðingu á nýjan leik. Konan verður hinsvegar bara" kona, sem oft þarf að lúta boðum og bönnum Kórans eða Sharía, og skelfilegum yfirgangi ættar-, feðra- og karlaveldis! Ef þú vilt öðlast sýn inní veröld sem okkur flestum hulin, en mikilvægt er að hafa skilning á, þá skaltu lesa bók Storhaug.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 22:07
Flugvöllur er ekki sama og flugvöllur
Fyrir rúmum tveimur áratugum kom þýskt par á puttanum upp að Hveravöllum. Þá var umferð minni um Kjöl en nú er. Þau voru léttklædd og án nokkurra vista, því þau ætluðu ekki að stoppa lengi. En urðu samt sem áður strandaglópar þarna í einhverja daga. Þau höfðu séð á landakorti að þarna væri flugvöllur og höfðu hugsað sér að taka næsta áætlunarflug tilbaka!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 00:53
Þegar beljan meig framan í Guttorm heitinn
Guttormur 2 afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 20:30
RITSKOÐUN – RUV HNEYKSLI?
24.3.2009 | 20:10
Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?
"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 16:54
Visitskagafjordur.is
Ferðaþjónusta | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 09:25
Getur maður hugsað sér betri auglýsingu fyrir ferðamannastað?
23.1.2009 | 12:21
Farið hefur fé (í) betra
Innflutningur á fagtímaritum á algjörum ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 17:05
Laga fyrirsögnina...
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 12:01
Er þetta frétt...
Tölvuormur æðir áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 14:25