RITSKOÐUN – RUV HNEYKSLI?

Þriðjudaginn 3. mars sl. átti að vera á dagskrá RUV-sjónvarp þáttur í röðinni Clement Interviewer, eins og þriðjudaginn á undan, þ. 24. febrúar. Í staðinn ræddi Bogi Ágústsson við hagfræðing í Bláa Lóninu. Fínt viðtal. Þriðjudaginn 10. mars var svo eins og jörðin hefði gleypt Clement Interviewer þáttaröðina. Í þættinum 3. mars ætlaði Clement að ræða við Josehp Stiglitz nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Stiglitz hefur gagnrýnt alþjóðavæðinguna harkalega og segir hinn frjálsa markað ekki geta lifið án hins opinbera, sé óréttlátur og komi oftar en ekki niður á almenningi. Í dag fékkst staðfest hjá RUV að þessi þáttur, sem vera átti 3. mars, verði ekki á dagskrá fyrr en 28. apríl. Eins og menn vita eru kosningar 25. apríl og svo virðist sem öfl innan RUV telji okkur ekki holt að sjá gagnrýni á frjálshyggjuna fyrr en að kosningum loknum. Ritskoðun? Þöggun? Spyr sá sem ekki veit!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Af þessu máli er það helst að frétta að vegna eftirgrennslan og gagnrýni athugulla manna hefur RUV-sjónvarp nú ákveðið að sýna viðtalið við Stiglitz miðvikudaginn 15. apríl

Jón Þór Bjarnason, 7.4.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband