Getur maður hugsað sér betri auglýsingu fyrir ferðamannastað?

Menn beita ýmsum ráðum til að ná athygli. Í fyrra var auglýst eftir starfsmanni til að starfa á Hamilton eyju í Ástralíu við að taka myndir og koma á netið, til að kynna eyjuna sem ferðamannastað. Launin voru 2 milljónir á mánuði, lúxusíbúð og fleiri flottheit fylgdu með. Hvorki meira né minna en þrjátíu og fjögur þúsund manns sóttu um starfið, en það hafði verið kynnt sem “besta starf í heimi”. Nokkrir voru valdir úr þessum stóra hópi til frekari viðræðna við ferðamálayfirvöld í Queensland. Athyglin sem eyjan hefur fengið vegna þessa “draumastarfs” er án efa virði mörg hundruð milljóna. Google kemur upp með eina og hálfa milljón vefsíðna þegar leitað er eftir: Hamilton Island Job. Síðasta frétt var um stúlku sem kom til greina í starfið, en var vísað frá eftir að kynlífsmyndband með henni komst í fjölmiðla. Enn heldur því umfjöllunin áfram um þetta eina starf, og Hamilton eyja verður sífellt þekktari sem ferðamannastaður. Þetta er dæmi um eina alflottustu auglýsingabrellu síðari ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband