Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

RITSKOÐUN – RUV HNEYKSLI?

Þriðjudaginn 3. mars sl. átti að vera á dagskrá RUV-sjónvarp þáttur í röðinni Clement Interviewer, eins og þriðjudaginn á undan, þ. 24. febrúar. Í staðinn ræddi Bogi Ágústsson við hagfræðing í Bláa Lóninu. Fínt viðtal. Þriðjudaginn 10. mars var svo eins og jörðin hefði gleypt Clement Interviewer þáttaröðina. Í þættinum 3. mars ætlaði Clement að ræða við Josehp Stiglitz nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Stiglitz hefur gagnrýnt alþjóðavæðinguna harkalega og segir hinn frjálsa markað ekki geta lifið án hins opinbera, sé óréttlátur og komi oftar en ekki niður á almenningi. Í dag fékkst staðfest hjá RUV að þessi þáttur, sem vera átti 3. mars, verði ekki á dagskrá fyrr en 28. apríl. Eins og menn vita eru kosningar 25. apríl og svo virðist sem öfl innan RUV telji okkur ekki holt að sjá gagnrýni á frjálshyggjuna fyrr en að kosningum loknum. Ritskoðun? Þöggun? Spyr sá sem ekki veit!

Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?

"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.


Visitskagafjordur.is

Frá opnun Visitskagafjordur.is í dagÍ dag opnaði loks ferðavefsíðan sem ég hef verið að vinna að í vetur, www.visitskagafjordur.is. Þar er að finna allt það helsta sem hægt er að gera í Skagafirði fyrir ferðamenn og gesti héraðsins: Fjölbreytta gistingu, ótal marga valkosti í afþreyingu, fallega staði til að heimsækja o.fl. Ríkulegum menningararfinum er gert skil, m.a. undir liðnum Söfn og sýningar. Hestaáhugamenn fá sitt rými þarna, sem og allir viðburðirnir sem eru í Skagafirði. Ljósmyndir eru fjölmargar úr öllum áttum. En auðvitað er sjón sögu ríkari og best að kíkja bara á vefinn.

Getur maður hugsað sér betri auglýsingu fyrir ferðamannastað?

Menn beita ýmsum ráðum til að ná athygli. Í fyrra var auglýst eftir starfsmanni til að starfa á Hamilton eyju í Ástralíu við að taka myndir og koma á netið, til að kynna eyjuna sem ferðamannastað. Launin voru 2 milljónir á mánuði, lúxusíbúð og fleiri flottheit fylgdu með. Hvorki meira né minna en þrjátíu og fjögur þúsund manns sóttu um starfið, en það hafði verið kynnt sem “besta starf í heimi”. Nokkrir voru valdir úr þessum stóra hópi til frekari viðræðna við ferðamálayfirvöld í Queensland. Athyglin sem eyjan hefur fengið vegna þessa “draumastarfs” er án efa virði mörg hundruð milljóna. Google kemur upp með eina og hálfa milljón vefsíðna þegar leitað er eftir: Hamilton Island Job. Síðasta frétt var um stúlku sem kom til greina í starfið, en var vísað frá eftir að kynlífsmyndband með henni komst í fjölmiðla. Enn heldur því umfjöllunin áfram um þetta eina starf, og Hamilton eyja verður sífellt þekktari sem ferðamannastaður. Þetta er dæmi um eina alflottustu auglýsingabrellu síðari ári.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband