Færsluflokkur: Ferðalög

Kínverskar biðraðir

Hugsanlega er biðraðamenning Kínverja eitt af því mest stuðandi fyrir aðkomumenn sem ekki til þekkja, en þar þykir eðlilegt að hrinda, ýta og troða sér fram fyrir næsta mann í röðinni. Útlendingum sem lenda í biðröð í Kína er ráðlagt að draga djúpt andann, standa fastir fyrir og láta óhræddir í ljós óánægju ef einhver riðst framfyrir, t.d. með því að endurheimta með afli sína stöðu í röðinni. Sérstaklega er varað við því að láta mikla snertingu og nálægð trufla sig. Í kínverskum biðröðum þarf að berjast í orðsins fyllstu merkingu fyrir sínum rétti og sinni stöðu, en mjög mikilvægt er að forðast í þessum atgangi öllum að taka stympingar heimamanna persónulega.


Hrepparígur hamlar framþróun í Kína

Undirbúningur fyrir Kínaferðina stendur nú sem hæst, bólusetningar fyrir allskyns kvillum og framandi bakteríuflóru, umsókn um vegabréfsáritun og frágangur á lausum endum. Borgin sem ég er að fara til heitir Shenzhen og liggur svo gott sem áföst Hong Kong. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu þessar borgir að vera að vinna saman, t.d. að Svæðisskipulagi og sameiginlegri framtíðarsýn, en bæði er að viðskiptaveldið í HK hefur verið tregt í taumi til þess, auk þess sem lítið hefur verið gert í stjórnkerfinu fyrir ofan sveitastjórnarstigið til að auðvelda borgunum þetta. Það er því víðar en á litla Íslandi sem ytri aðstæður og hrepparígur hamlar eðlilegri framþróun svæða.

Svangir ferðamenn

Á vef Ferðamálastofu, VisitIceland.com, er að finna í gagnagrunni ýmsar upplýsingar um ferðaþjónustu í landinu. Ferðaþjónusta er eins og menn vita margslungin grein; samsett úr mörgum öðrum. Það sem ferðamenn þurfa helst á ferðum sínum eru samgöngur, gisting, afþreying og veitingar. Þrír fyrstnefndu þættirnir eru til staðar í gagnagrunninum, en því miður er þar ekki stafkrók að finna um veitingastaði. Fyrirspurn til Ferðamálastofu um ástæður þessa hafa ekki leitt til árangurs, en þeir benda á vefsíðuna Veitingastadir.is. Tenging við þann vef er þó engin á VisitIceland.com. Á vefnum VisitReykjavik.is eru helstu lykilflokkar upplýsinga: Gisting, Matur & drykkur, Listir & menning, Ferðir & afþreying og Samgöngur. Þar á bæ eru menn greinilega að sinna upplýsingaþörf ferðamanna betur en yfirapparatið.

Jeppi á fjalli, ég er hann!

Guðmundur Jónsson hjá jeppa á fjalliFórum feðgar á fjall á fjóhjóladrifna jepplingnum í morgun. Horfðum í björtu veðri yfir Skagafjörðinn víðan og nutum froststillunnar. Sáum hvorki né heyrðum í rjúpu í fjallakyrðinni, önduðum að okkur fersku loftinu og ræddum um útsýnið: Eyjarnar þrjár, vötnin, fjöllin í kring og álfabyggðir í Hegranesi. Sáum kollinn á Molduxa þar sem við stóðum hreyknir síðastliðið sumar, ásamt mömmum okkar, og skrifuðum nöfn okkar í gestabók. Allt lítur öðruvísi út þegar maður er hátt uppi.

Vetrarkyrrð í frábærri fjallgöngu

Útivistarhópurinn á GrímansfelliSíðasta sunnudagsferð Útivistar á árinu var farin í dag við magnaðar aðstæður, snævi þökktu landi, froststillu og sólskini. Farið var upp hjá Gljúfrasteini, meðfram Köldukvísl á svokallaðri skáldaleið og sem leið lá upp á Grímansfell, í um 480 metra hæð. Þar teiknaði sólin skugga í fjöll og dali svo langt sem augað eygði. Vetrarkyrrðin var þykk yfir snjóhvítu landinu og upplifunin alveg hreint mögnuð. Tólf manna hópur gekk undir fararstjórn Ragnars Jóhannessonar um 15 kílómetra leið, sem lauk rétt fyrir sólsetur í eldrauðum Þormóðsdalnum. Myndir eru hér. Dagurinn hjá okkur Svövu endaði svo í heita pottinum heima í Ásgarði, þar sem þreytan leið úr lúnum fótum og alsæla sveif á okkur undir stjörnubjörtum borgarhimni.

Landbúnaðarsýning þróast í skagfirskri sveitasælu

Síðastliðin tvö ár hefur landbúnaðarsýning verið haldin í Reiðhöllinni við Sauðárkrók, en í fyrraFánaborg við innganginn - 2006 kynntu tæplega þrjátíu fyrirtæki vörur sínar og tæplega tvö þúsund manns heimsóttu svæðið. Í takti við þá framtíðarsýn að sýningin vaxi og dafni og teygi anga sína víðar um Skagafjörð í formi ýmissa tengdra viðburða, þá hefur hún nú hlotið nafnið:

SveitaSæla 2007

LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ

í Skagafirði 17. – 19. ágúst

Auk tengingar við búsæld og sveitastemningu sækir nafngiftin innblástur í aðra og þekktari skagfirska "sælu", nefnilega Sæluvikuna, sem byrjað var að halda hátíðlega á Krók fyrir meira en hundrað árum síðan. Til viðbótar þessum skemmtilega fjölskylduviðburði verður Norðurlandsmót æskunnar í frjálsum íþróttum á Króknum þessa helgi, og Kántrýdagar á Skagaströnd, í aðeins hálftíma fjarlægð. Hér er því komin tilvalinn valkostur fyrir áhugafólk um íslenska landsbyggðarmenningu :)  ...sjá einnig dagatal með fleiri skemmtilegum viðburðum á Norðurlandi í sumar með því að smella HÉR


Kosningar og Krítarferð

Nú rennur allt saman í eitt, kosningarnar og niðurstöður þeirra munu berast okkur skötuhjúum til eyrna um suðandi langbylgju þegar við ökum í nóttinni suður í Leifsstöð, á leið í vikufrí á Krít. Þetta er útskriftarferðin mín, þetta eru tvær útskriftarferðir fyrir hana, og svo fögnum við því að hafa þekkst í 25 ár. Krókurinn er over and out fram í þarnæstu viku ;c)

Auka súrefni í Krítarflugi?

Er að fara til Krítar á sunnudag og rakst því viljandi inn á síðu Plúsferða til að sjá hvað þeir segðu um eyjuna. Sá þá mér til furðu að þeir bjóða auka súrefni í sínum flugferðum. Svona hljómaði þetta: 

Auka súrefni í flugvélinni kostar 6.000 kr. hvora leið. Bóka þarf súrefnið hjá sölumanni á skrifstofu fyrir brottför.

Getur einhver útskýrt þetta?


Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins 2007

Jón Eiríksson Drangeyjarjarl - Mynd: JÞBJón Drangeyjarjarl hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald áDrangeyjarskáli, byggður 1984. Úr lundaveiðiferð JÞB ofl - á myndinni stendur Pétur Ben. aðstöðunni í Drangey. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp afrek Jóns. Síðastliðna helgi var Jón valinn ferðafrömuður ársins fyrir starf sitt. Í dómnum segir m.a. að viðurkenningin sé veitt fyrir "einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt…"

Þið sem ekki hafið farið í siglingu með Drangeyjarjarlinum, takið frá dag í sumar til að upplifa magnaða sögu- og náttúruferð!


Hvernig breytingar á flugi geta rústað ferðaþjónustu

Samgöngur eru eitt stærsta byggðahagsmunamálið, það hefur varla farið framhjá neinum eftir umræður síðustu vikna. Mikilvægustu samgöngumálin snúa að góðum akvegum milli byggðarlaga, en einnig að sjó- og flugsamgöngum. Nærtækasta dæmið um stórkostleg áhrif flugsamgangna fyrir eitt samfélag eru Vestmannaeyjar. Flugfélag Íslands hætti að fljúga þangað fyrir nokkrum árum og í stað stórra véla fóru minni vélar að fljúga þangað. Ferðamannastraumur til Eyja hrundi á örskömmum tíma úr 50 þúsund ferðmönnum í 15-20 þúsund ferðamenn. Það er þekkt að öflug ferðamennska getur haft áhrif á þjónustustig sem samfélagið allt nýtur góðs af, og þetta hefur vafalítið átt sinn þátt í að á síðustu árum hefur Eyjaskeggjum fækkað um 500 manns.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband