Færsluflokkur: Ferðalög
28.11.2007 | 11:38
Kínverskar biðraðir
Hugsanlega er biðraðamenning Kínverja eitt af því mest stuðandi fyrir aðkomumenn sem ekki til þekkja, en þar þykir eðlilegt að hrinda, ýta og troða sér fram fyrir næsta mann í röðinni. Útlendingum sem lenda í biðröð í Kína er ráðlagt að draga djúpt andann, standa fastir fyrir og láta óhræddir í ljós óánægju ef einhver riðst framfyrir, t.d. með því að endurheimta með afli sína stöðu í röðinni. Sérstaklega er varað við því að láta mikla snertingu og nálægð trufla sig. Í kínverskum biðröðum þarf að berjast í orðsins fyllstu merkingu fyrir sínum rétti og sinni stöðu, en mjög mikilvægt er að forðast í þessum atgangi öllum að taka stympingar heimamanna persónulega.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 13:19
Hrepparígur hamlar framþróun í Kína
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 12:11
Svangir ferðamenn
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 13:35
Jeppi á fjalli, ég er hann!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 22:31
Vetrarkyrrð í frábærri fjallgöngu
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 14:18
Landbúnaðarsýning þróast í skagfirskri sveitasælu
Síðastliðin tvö ár hefur landbúnaðarsýning verið haldin í Reiðhöllinni við Sauðárkrók, en í fyrra kynntu tæplega þrjátíu fyrirtæki vörur sínar og tæplega tvö þúsund manns heimsóttu svæðið. Í takti við þá framtíðarsýn að sýningin vaxi og dafni og teygi anga sína víðar um Skagafjörð í formi ýmissa tengdra viðburða, þá hefur hún nú hlotið nafnið:
LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ
í Skagafirði 17. 19. ágúst
Auk tengingar við búsæld og sveitastemningu sækir nafngiftin innblástur í aðra og þekktari skagfirska "sælu", nefnilega Sæluvikuna, sem byrjað var að halda hátíðlega á Krók fyrir meira en hundrað árum síðan. Til viðbótar þessum skemmtilega fjölskylduviðburði verður Norðurlandsmót æskunnar í frjálsum íþróttum á Króknum þessa helgi, og Kántrýdagar á Skagaströnd, í aðeins hálftíma fjarlægð. Hér er því komin tilvalinn valkostur fyrir áhugafólk um íslenska landsbyggðarmenningu :) ...sjá einnig dagatal með fleiri skemmtilegum viðburðum á Norðurlandi í sumar með því að smella HÉR
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 23:06
Kosningar og Krítarferð
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 00:06
Auka súrefni í Krítarflugi?
Er að fara til Krítar á sunnudag og rakst því viljandi inn á síðu Plúsferða til að sjá hvað þeir segðu um eyjuna. Sá þá mér til furðu að þeir bjóða auka súrefni í sínum flugferðum. Svona hljómaði þetta:
Auka súrefni í flugvélinni kostar 6.000 kr. hvora leið. Bóka þarf súrefnið hjá sölumanni á skrifstofu fyrir brottför.
Getur einhver útskýrt þetta?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 20:30
Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins 2007
Jón Drangeyjarjarl hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp afrek Jóns. Síðastliðna helgi var Jón valinn ferðafrömuður ársins fyrir starf sitt. Í dómnum segir m.a. að viðurkenningin sé veitt fyrir "einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt "
Þið sem ekki hafið farið í siglingu með Drangeyjarjarlinum, takið frá dag í sumar til að upplifa magnaða sögu- og náttúruferð!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 09:45
Hvernig breytingar á flugi geta rústað ferðaþjónustu
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)