Færsluflokkur: Ferðalög
4.4.2007 | 09:13
Látnir feður á ferðalagi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 12:43
Alþjóðasamskipti og menningarmunur
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 15:12
Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!
Kúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?
Reikn.nr: 0160-26-3906
Kt: 050635-3849
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 10:46
Hlutverk bílstjórans batnar ekki með aldrinum
Við hjón stoppuðum á bensínstöð í Borgartúni í gærdag til að fá okkur beikonpylsu og pappírsbolla af Kaffitári. Meðan við stóðum við afgreiðsluborðið kom inn gamall maður og honum var mikið niðri fyrir. Fyrst var hann svo óðamála að við skildum ekkert, nema eitthvað: " eldri borgara ". Svo róaðist hann aðeins og sagðist þá ekki ánægður með hvað menn skiptu ört um nafn á hótelum borgarinnar. Hann sagðist vera akandi með sinni eiginkonu, en þau hefðu villst af leið. Hann sagði að þau væru á leið á eldriborgarafund og hefðu verið að leita að Hótel Nordica, " þessu sem áður hét Park-eitthvað, áður en þeir skýrðu það svo Holiday Inn. Óþolandi hvað alltaf er verið að breyta um nöfn á þessu!"
Eftir smá vangaveltur fundum við út í sameiningu hvert ferðinni væri heitið og vísaði ég honum til vegar þannig að kann kæmist á leiðarenda sem stysta leið. Hann lét mig svo tvítaka leiðarlýsinguna hægar og einbeitti sér mikið þegar hann endurtók það sem ég sagði. Með það þakkaði hann kærlega fyrir sig og fór út, en kom svo aftur inn um hálfri mínútu síðar, kvíðinn á svip, horfði biðjandi á mig og sagði: "Viltu segja mér þetta einu sinni enn svo ég villist nú ekki meira, konan mín er búin að skamma mig svo rosalega!"
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2007 | 22:59
Borgarfjörður eystri 2005
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 13:41
Myndir af Ferðamáladeild í Færeyjum
Ferðalög | Breytt 12.2.2007 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2007 | 19:37
Breskir ferðamenn tengjast hvölunum mest
Rakst á könnun frá 2002 um hvalveiðar, hvalaskoðun og ferðamennsku, sem RHA vann fyrir Ferðamálasetur, en hún var gerð meðal ferðamanna, Íslendinga og útlendinga, um borð í bátum hjá þremur hvalaskoðunarfyrirtækjum. Þar var að finna töflu (mynd 6, bls.13) um ástæður fyrir komu ferðamanna til landsins; hvort hvalaskoðun hefði þar haft áhrif. Greint var eftir þjóðerni og sjaldnast hafði hvalaskoðun haft teljandi áhrif (í minna en 20% tilvika). Nema hjá Bretum, þeir skáru sig nokkuð mikið úr hópnum. Um 300 engilsaxneskir svöruðu könnuninni og rúmlega helmingur þeirra (156) játti því að hvalaskoðun hefði haft áhrif á ákvörðun um að koma hingað til lands. Þessi niðurstaða hefur ekkert alhæfingargildi, en gefur vísbendingu um sérstöðu Breta í þessu máli.
Nú verður mér hugsað til þess að það eru einmitt Bretar sem hafa mótmælt hvað mest nýhöfnum hvalveiðum okkar í atvinnuskyni og því vil ég brýna fyrir tölfræði- spekúlöntum í ferðaþjónustu að halda vöku sinni og fylgjast vel með því hvort breytingar verða á komum Breta hingað næstu tvö sumur (þegar hvalaskoðun er í blóma), en gera verður ráð fyrir að áhrif ættu að hafa komið fram á þeim tíma, ef einhver eru. Bretar skipta okkur verulegu máli í ferðaþjónustu og því verður fróðlegt að sjá hvort þeir, sem virðast af framangreindu tengjast hvalamálum mest, dragi úr ferðalögum til Íslands ef við höldum veiðunum áfram.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)