Vetrarkyrrð í frábærri fjallgöngu

Útivistarhópurinn á GrímansfelliSíðasta sunnudagsferð Útivistar á árinu var farin í dag við magnaðar aðstæður, snævi þökktu landi, froststillu og sólskini. Farið var upp hjá Gljúfrasteini, meðfram Köldukvísl á svokallaðri skáldaleið og sem leið lá upp á Grímansfell, í um 480 metra hæð. Þar teiknaði sólin skugga í fjöll og dali svo langt sem augað eygði. Vetrarkyrrðin var þykk yfir snjóhvítu landinu og upplifunin alveg hreint mögnuð. Tólf manna hópur gekk undir fararstjórn Ragnars Jóhannessonar um 15 kílómetra leið, sem lauk rétt fyrir sólsetur í eldrauðum Þormóðsdalnum. Myndir eru hér. Dagurinn hjá okkur Svövu endaði svo í heita pottinum heima í Ásgarði, þar sem þreytan leið úr lúnum fótum og alsæla sveif á okkur undir stjörnubjörtum borgarhimni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband