Færsluflokkur: Ferðalög

Innsetningar og uppákomur...

... já, nú færist fjör í leikinn fyrir austan, á sýningum með þemun innsetningar og uppákomur!

Bangsi vera góður...

Ísbjörninn og vinir hans á Þverárfjalli 3. júní 2008 - mynd: Skagafjordur.com...NEI BANGSI, skamm... við ólseigir Skagfirðingar... alveg óætir... HJÁLP, skjótið, skjótið!

(Mynd fengin að láni af skagafjordur.com


Skagafjörður - Skemmtilegur í fríinu!

Um 30 þúsund manns heimsækja Glaumbæ árlegaNú er loks tilbúinn til prentunar, ferðabæklingurinn um Skagafjörð sem ég er búinn að vera að vinna við síðustu mánuði. Útkomuna á þessum veglega 24 blaðsíðna mynd- og litskrúðuga bæklingi er hægt að sjá á pdf-sniði með því að smella á viðhengið hér að neðan. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við hugmynda- og textavinnu, útfærslur og myndefni; lásu yfir og gerðu gagnlegar athugasemdir. Kærar þakkir fyrir gefandi samstarf til ykkar allra sem unnuð með mér að bæklingnum.

Í þjónustukortum fyrir Sauðárkrók (um 9 mb) og Skagafjörð (um 10 mb) má svo finna meira um ferðaþjónustufyrirtækin sem taka á móti ykkur þegar þið komið í Skagafjörðinn í sumar Happy


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kínamyndir

Myndir frá ferðinni í desember sl eru komnar inn í myndaalbúm... hér!

Bjargsig í Drangey

Ásta á leið fram af bjargbrún, Viggó við stokkinn og Jón Þór að kvikmynda í baksýnDrangey var um aldir forðabúr Skagfirðinga, en þangað hefur ávallt verið hægt að sækja í fulla matarkistu af fugli og eggjum. Í gær fór vaskur hópur karla og kvenna út í eyju, bæði til að ná sér í svartfuglsegg í matinn, en einnig til að halda við aldagömlum venjum. Ásta Jóns Drangeyjarjarlsdóttir seig niður eins og síðustu ár og restin af mannskapnum raðaði sér á vaðinn. Sjálfur tók ég að mér þann starfa fyrir Viggó bróðir sigkonunnar að kvikmynda í bak og fyrir það sem fram fór. Svona ferðir eru alltaf ógleymanlegar, þar sem maður á einu og sama augnablikinu sameinast náttúrunni og stígur í fótspor forfeðranna.

Sextugur svikahrappur á ferð

Ferðaþjónustubændur hafa orðið fyrir barðinu á manni sem þykist vera blaðamaður og fer fram á fría gistingu og mat, gegn því að skrifa grein um fyrirtækið. Hann stingur svo af án þess að borga, þótt  tilboði hans hafi ekki verið tekið. Hann er á bílaleigubíl frá Hasso, en þar á bæ liggur ónothæft kreditkortanúmer mannsins. Þessi u.þ.b. sextugi svikahrappur heitir Theodore Kosoy, ekur bíl með númerinu RE 814 og sást síðast á svæðinu í kringum Hornafjörð. Ferðaþjónustufólk, verið á varðbergi!

Hvort eigum við þrjá eða fjóra þjóðgarða?

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur:

Þjóðgarðar á Íslandi eru 3 talsins

Á Íslandi eru þrjú svæði friðlýst skv. lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd sem þjóðgarðar en þau eru Skaftafell, Jökulsárgljúfur og Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur með sér lögum.

Ekki ætla ég að reyna að útskýra fyrir fólki muninn á reglugerð um þjóðgarða annarsvegar, og sérlögum um þjóðgarða hinsvegar... né heldur hvernig þrír verður að fjórum á síðunni hjá UST. 


Mesta bananalýðveldi í Evrópu?

Er að vinna texta í bækling fyrir erlenda ferðamenn. Rakst við gagnaöflun á þessar skondnu upplýsingar um okkur á hinni amerísku kynningarsíðu Ferðamálastofu:

"Iceland is probably the biggest banana growing country in Europe. The inexpensive geothermal energy provides the resources to grow all sorts of exotic crops in greenhouses"


Eyjakjör á National Geographic Traveller

Í hittifyrra tóku 522 sérfræðingar þátt í að gefa 111 eyjum um víða veröld einkunn. Færeyjar voru valin besti áfangastaðurinn, fengu 87 stig, en Ísland kom þar stutt á eftir, með 80 stig. Meðal umsagna um Ísland voru þessar:

"The canvas is impeccable and awe inspiring."

"Land of extreme natural conditions—fire and cold, wind and ice, light and dark—occupied by a distinct people and their millenary culture. Strong environmental awareness and pristine habitats. However, recent decisions to set up massive aluminum smelters have polarized the country."

"High degree of environmental and social sustainability, although the ongoing development of new smelters and hydroelectric projects may affect environmental values as well as image and attractiveness as a destination."

"Intact ecologically and culturally, with many different forms of touring available, from climate-controlled bus tours to multiday wilderness treks. Icelanders protect their environment and society, ensuring that they gain from tourism without causing harm."

Hægt er að skoða niðurstöðurnar í heild sinni hér


Fjórir fuglaskoðunarstaðir í Skagafirði

Kolbeinn ungi með lunda - mynd: JÞBNú fer sá tími í hönd sem fuglalíf er hvað fjölskrúðugast og litríkast. Á fjórum stöðum í Skagafirði hefur Náttúrustofa Norðurlands vestra komið upp fuglaskoðunarstöðum. Tveir staðanna eru rétt við Sauðárkrók; hinir eru í Hegranesi. Á skoðunarstöðunum eru upplýsingaskilti um þær fuglategundir sem sjá má á hverjum stað. Bæklingur hefur verið gefinn út á ensku og íslensku og hann má t.d. nálgast í Upplýsingamiðstöð í Varmahlíð (opin allt árið), eða hér á netinu á pdf-sniði.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband