Bjargsig í Drangey

Ásta á leið fram af bjargbrún, Viggó við stokkinn og Jón Þór að kvikmynda í baksýnDrangey var um aldir forðabúr Skagfirðinga, en þangað hefur ávallt verið hægt að sækja í fulla matarkistu af fugli og eggjum. Í gær fór vaskur hópur karla og kvenna út í eyju, bæði til að ná sér í svartfuglsegg í matinn, en einnig til að halda við aldagömlum venjum. Ásta Jóns Drangeyjarjarlsdóttir seig niður eins og síðustu ár og restin af mannskapnum raðaði sér á vaðinn. Sjálfur tók ég að mér þann starfa fyrir Viggó bróðir sigkonunnar að kvikmynda í bak og fyrir það sem fram fór. Svona ferðir eru alltaf ógleymanlegar, þar sem maður á einu og sama augnablikinu sameinast náttúrunni og stígur í fótspor forfeðranna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Af gefnu tilefni: Slóð á myndir frá fyrri eggjatökuferðum í Drangey (2005 og 2006) er að finna HÉR!

Jón Þór Bjarnason, 23.5.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldrei myndi ég þora...

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hugrekki eða fífldirfska...? Ég skal ekki segja, en mig dauðlangar að prófa, þrátt fyrir að langömmubróðir minn hafi farist þarna við bjargsig. Það var að vísu árið 1924 og vaðurinn úr öðru og betra efni í dag. 

Jón Þór Bjarnason, 24.5.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband