Færsluflokkur: Lífstíll
12.4.2007 | 10:22
Byggðastefna stjórnvalda: Óljós, Ómarkviss, Tilviljanakennd, Ógegnsæ!
Á spjallvef Skagfirðinga, skagafjordur.com, er verið að tala um kosningarnar framundan. Þar sýnist sitt hverjum um árangur stjórnarflokkanna í landsbyggðamálum. Einn spjallari, nafni minn Jón S., vitnar í bók Byggðarannsóknarstofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Fólk og fyrirtæki um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni:
"Bls 221: "Íslensk byggðastefna er í veigamiklum atriðum ólík stefnu sem fylgt er í nágrannalöndunum... meginstefnumið hérlendis mun óljósari... skortir á að fjárveitingar til þessara mála séu jafnháar... tilhneiging til að dreifa litlu fjármagni á marga aðila og lítið samræmi milli einstakra úthlutana." Bls. 222: "Einn stærsti galli íslenskrar byggðastefnu er hve ógegnsæ hún er.... Fyrir vikið er hætt við að opinber byggðastefna verði ómarkviss og byggist fremur á tilviljanakenndum inngripum en skýrri stefnu." Þar hafiði það Framsóknar- og Sjálfstæðismenn!!! Var einhver að furða sig á hnignandi landsbyggð?"
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 09:13
Látnir feður á ferðalagi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 21:31
Skíðaleyndarmál Norðurlands
Á Norðurlandi eru mörg góð skíðasvæði, misvel þekkt eða vinsæl. Þar er líka boðið upp á þjónustu sem á ekki sinn líka á Íslandi, og ef hennar nyti ekki við þá hefðu margar barnafjölskyldur aldrei séð sér fært að endurnýja skíða- og brettabúnað barna sinna reglulega. Skíðasvæðið sem hér um ræðir er í Tindastóli í Skagafirði, aðeins 280 km frá Reykjavík (ca. 3 tímar í akstur). Þar er stórt og gott svæði með frábærum brekkum, fyrir bretta- skíða- og göngufólk. En það sem meira er, í Tindastóli fer óvenju vel um skíðafólk því þar eru nánast aldrei þrengsli í brekkum eða biðraðir við lyftu. Hægt er að gista og fá góða þjónustu víða í nágrenninu (Skagaströnd, Sauðárkrókur, Varmahlíð, Blönduós og í bændagistingu).
Hitt leyndarmálið, þjónustan sem að framan var getið, er með allan skíðaútbúnað, notaðan og nýjan. Þetta er að sjálfsögðu Skíðaþjónustan á Akureyri, þar sem Viddi og co. sinna viðskiptavinum af fagmennsku og alúð. Þar er hægt að kaupa notaðan búnað, koma svo síðar þegar krakkarnir hafa stækkað, og greiða sanngjarna milligjöf fyrir skipti á stærri brettum, skíðum eða skóm. Skíðasvæðið í Tindastóli og Skíðaþjónustan á Akureyri eiga bestu þakkir skyldar fyrir að hafa fært mér og fjölskyldu minni ómælda ánægju síðustu ár.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 10:24
Eru stjórnvöld að svíkja áform um háhraðavæðingu?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 15:12
Aukin kynlífslöngun og stinnari brjóst
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 19:58
Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 08:48
Múlbundinn Björn Ingi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 23:31
Vanræktir Vestfirðir
Mig langar að benda á áhugaverða umfjöllun Gríms Atlasonar, þar sem hann segir frá þróun mála vestra. Það er gott að þekkja allar hliðar umræðunnar og Grímur kemur þarna með nokkra athygliverða punkta sem hafa ekki farið hátt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 12:43
Alþjóðasamskipti og menningarmunur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 09:25
Drengir, sjáiði ekki veisluna?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)