Færsluflokkur: Lífstíll

Ertu enn óákveðin/n?

Hér er gagnvirk könnun sem kannski getur hjálpað þér.

Hættuleg hugmyndafræði um velferð og efnahag

reiður strákurHugmyndafræði þeirrar langþreyttu stjórnar sem senn lætur af völdum hefur byggst á því að efnahagslífið sé undirstaða mennta- og velferðarkerfisins. Margir eru hinsvegar þeirrar skoðunar að þarna sé málunum snúið á haus; vænlegra væri að byggja upp öflugt og traust velferðarkerfi, sem veitir okkur og börnum okkar jafnari tækifæri í lífinu, t.d. hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu, og að slík fjárfesting í fólkinu í landinu sé í raun traustasti grunnur þess að atvinnu- og efnahagslíf geti blómstrað. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að í dag eru að alast upp börn sem búa við mikinn ójöfnuð og skert lífsgæði. Þetta hafa Sjálfstæðismenn aldrei skilið, þótt þeir gefi annað í skyn rétt fyrir kosningar!

Den Islandske hest - Fagranes i Skagafjordur 1993

Kolbeinn Jónsson Eiríkssonar DrangeyjarjarlsDanska sjónvarpið endursýndi áðan heimildarmynd frá 1993 um hesta og menn á Fagranesi á Reykjaströnd. Stemningin í myndinni er fín, svona eins og hún gerist best í sveitasælunni, og svo er ekki síður gaman að sjá sveitunga sína á yngri árum, t.d. Kolbein unga, sem hefur leiðsagt ferðamönnum um Gretti sterka í Drangey mörg síðustu ár. Smellið HÉR og veljið: Se Programmet.

Keðjubréfaruglið

Í dag fékk ég einu sinni enn keðjubréf og í þetta sinn fjallaði innihaldið um gagnsleysi peninga: Þú getur keypt þér rúm, en ekki svefn… þú getur keypt þér kynlíf, en ekki ást, o.s.frv. Þetta er víst einhver kínversk speki. Þeir sem senda keðjubréfið til 20 vina detta í lukkupottinn og í bréfinu eru sögur sagðar þessu til vitnis, um fólk sem varð heppið: Það vann í lottói og eignaðist... já, PENING !!!  Halló?  Ef maður sendir bréfið ekki áfram innan tiltekins tíma, þá hellist yfir mann ógæfa... manni er hreinlega hótað hörmungum! Í bréfinu segir að það sé búið að fara 8 sinnum kringum hnöttinn. Hver telur og breytir bréfinu reglulega til samræmis við fjölda hnattferða? Bréfið er sagt sent af trúboðanum Anthony De Croud. Hverskonar trúboði er það sem hótar fólki öllu illu ef það hlýðir honum ekki, og fer svo á skjön við sín eigin trúarbrögð þar sem mönnum er sagt að treysta guði? Er nema von að maður dragi stundum í efa skynsemi og ályktunarhæfni fólks?

ISDN+ - Súper háhraðatenging a la Stulli

Ég talaði um daginn við ferðaþjónustubónda sem býr spölkorn norðan við þéttbýlisstað á Norðurlandi. Þar er gott að vera, mikil náttúrfegurð og ekkert gsm-samband til að trufla kyrrðina. Bærinn er nettengdur með svokölluðu ISDN+ sem mun vera algengt í sveitum og kemur sér vel þegar háskóli er stundaður í fjarnámi. Nemendur fá reglulega kennsluefni, þar á meðal talglærur. Þetta er pakki með ppt-glærum sem kennarinn talar inn á, svona svipað og að sitja í kennslustund. Sumir glærupakkarnir eru stuttir, tekur ekki nema 15 mínútur að hlusta á og keyra í gegn. Það tekur hinsvegar um 6-7 klukkutíma að hlaða þessum korters pakka niður með háhraðatengingunni hans Sturlu, þar sem mínútugjaldið tifar í takt við hnignandi byggðirnar....

ISDN+, hvað verður það betra?


Eru Vestfirðingar hættir að vinna?

Ljótt að skilja útundan...Tekjur Vestfirðinga hafa farið úr því að vera þær hæstu á hvern íbúa í landinu, í það að vera þær lægstu. Hagvöxtur er neikvæður meðan hann er jákvæður annarsstaðar á landinu. Of langt mál væri að útskýra allar breytistærðir og orsakir þessa, en sökin liggur að stórum hluta hjá ríkisvaldinu. Vestfirðingar vinna auðvitað baki brotnu eins og þeir hafa alltaf gert. En hvað? Mér finnst eins og Steinn Steinarr verði að fá orðið:

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið!


Þið þekktuð manninn...þið alloft sáuð hann...

Hvað er betra í sumarbyrjun en að rifja upp glefsur úr gömlu áramótaskaupi?

Galdrastafir fyrir örvæntingarfulla stjórnmálamenn!

Pólitíkusar sem þurfa að slá ryki í augu kjósenda geta notað missýningastafinn Óðinn og þeir sem eru hræddir um að hafa vondan málstað geta nýtt sér galdrastafinn Máldeyfu. Vilji menn nota óhefðbundnar leiðir til að vinna kjósendur á sitt band í kosninga- baráttunni er fleiri nothæfa galdrastafi að finna á kosningavef Galdrasýningar á Ströndum. Þetta eru snillingar!

Hver er tekjuaukningin án eignatekna?

Í nýútkomnum Hagtíðindum segir frá auknum heildartekjum heimilanna frá 1994 til 2005. Þær hafa hækkað um 183% á tímabilinu, eða um 10% á ári. Ef ég hef skilið fréttir í gær rétt, þá eru þessar tölur án verðlagsbreytinga, þannig að séu þær teknar með sýna útreikningarnir aukningu ráðstöfunartekna um rúm 4% á ári. Á Textavarpi RUV er sagt að stærstur hluti þessarar tekjuaukningar séu launatekjur, fyrir skatta, OG vaxtagreiðslur af innistæðum og verðbréfum og arður af hlutafé! Væri ekki fróðlegt fyrir okkur venjulegt fólk sem ekki hefur svona eignatekjur að fá að heyra líka hver sé auking ráðstöfunartekna af launatekjum eingöngu?

"Guð er ekki kristinn!"

"Guð getur ekki verið kristinn, því gyðingar eru líka hans fólk og múslimar sömuleiðis, sem og búddistar og hindúar; allt eru þetta börn guðs!" Þetta segir Hjörtur Magni í viðtalið við Blaðið í gær, og bætir við: "Guð er ekki að finna í einni trúarhefð. Guð er yfir trúarbrögð hafinn!" Er það þessi skoðun Hjartar, biskups Desmond Tutu og fleiri, um að guð sé ekki kristinn, sem vekur reiði biskups og presta á Íslandi í dag?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband