Færsluflokkur: Lífstíll

Vélhjóla- og akstursíþróttamenn athugið!

Rakst á sorgarsögu af Alþingi, þar sem segir frá því að stjórnarliðar hafi hafnað breytingu á umferðarlögum, sem miðaði að því að skilgreina akstursíþróttabraut. Formaður Samgöngunefndar var þvingaður til hlýðni við flokk sinn og hætti við að styðja málið, samkvæmt frásögn á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns. Sorglegt að enn hafi ekki tekist að koma þessum málum í höfn!

Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!

Hallbjörn HjartarsonKúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?

Reikn.nr: 0160-26-3906

Kt: 050635-3849


Yoga ekki fyrir karla?

Rope-yoga hópmynd, að láni frá kata.isÍ dag fer ég í minn annan Rope-yoga tíma og hlakka mikið til. Sá fyrsti var sl. þriðjudag og líðanin eftir hann var æðisleg, en því miður upplifði ég þar það sem ég hef stundum rekið mig á áður: Ég var eini karlinn! Hvað er það með ykkur strákar, haldið þið að yoga sé bara fyrir konur? Af hverju höfðar þetta ekki til okkar í sama mæli og til stelpnanna? Ég skora á ykkur sem ekki hafið prófað yoga að gera á þessu tilraun. Ef þið þraukið fyrstu tímana þá komist þið að því að þetta er líkamleg þolraun (alveg eins og í rætkinni) en til viðbótar öðlast maður hugarró og öndunartækni sem leysir fleiri vandamál en læknavísindi nútímans hafa nokkru sinni talað upphátt um. Mér finnst alveg yndislegt að vera einn í stórum hópi fríðra fljóða, en strákar: Þið eruð að missa af mjög örvandi tímum!

Er það blásýran eða blýið sem blindar?

Í dag er Bóndadagur og mér finnst ég aðeins vera farinn að fá sjón á báðum aftur. Hef verið blindur núna síðan í hitteðfyrra, en þá hafði ég haft sjón um stund. Þá gerði ég mér grein fyrir hvað eitrið hafði verið að gera mér lífið erfitt. En svo blindaðist ég aftur og fór að nota þessi helvítis eiturefni aftur, alveg í rúmt ár, allt þar til nú að ég er farinn að sjá þetta aftur. Og mig hryllir við viðbjóðnum: Skordýraeitur, etanól, tjara, blásýra, ammoníak, aceton, kvikasilfur, brennisteinsvetni, kveikjarabensín, blý, eldflaugaeldsneyti, kolsýringur, o.fl., o.fl. Allt þetta, og miklu meira til, eru eiturefni sem Lýðheilsustöð segir mér að séu í sígarettureyknum sem ég hef verið að soga að mér stóran hluta ævinnar. Ógeðslegt? Heldur betur, algjör viðbjóður. Djöfull getur maður verið blindur, ha?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband