Aukin kynlífslöngun og stinnari brjóst

Enn og aftur koma upplýsingar sem sýna fram á ágæti súkkulaðis, nú í danskri rannsókn sem sýnir að við lifum lengur, langar meira að gera "það" og að konur fái stinnari brjóst. Að vísu á þetta bara við um dökkt súkkulaði og ekkert kemur fram um lágmarksmagn sem þarf að innbyrða til að njóta góðs af framantöldum atriðum. Öllum svona rannsóknum á að taka með miklum fyrirvara og nauðsynlegt að beita heilbrigðri skynsemi, því eins og flestir vita er súkkulaði líka fitandi og með fullt af sykri í. Hver vill vera æstur og uppfullur af kynlífslöngun en geta sig vart hrært vegna fitu og yfirþyngdar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta eru góðar féttir.  dökkt súkkulaði er það gott að nú borðarmaður það með góðri samvisku.  það kom líka fram í rannsókninni að súkkulaði væri megrandi þar sem það drægi úr matarlist.  en allt er gott í hófi.

Þórður Ingi Bjarnason, 21.3.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Ár & síð

Einu sinni spurði ungt barn móður sína hvernig börnin yrðu til. Hún ákvað nota tækifærið og útskýra aðeins kynlífið og allt það samhengi.
    Barnið hlustaði stóreygt á lýsingarnar á að þetta væri nú bara skrambi gott og spurði svo: ,,Fær maður þá súkkulaði á meðan?"
    Það var sem sagt komið á bragðið.

Ár & síð, 21.3.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Krakkarnir eiga oft alveg yndislegar setningar í þessu sambandi :)   Af því að ég var að klára síðasta próf í dag bað ég konuna að koma með eitthvað gott heim úr búðinni. Þegar ég tók upp úr pokunum sá ég súkkulaðistykki, Síríus með hnetum og rúsínum, en það var ljóst. Ok, þetta voru skilaboðin: Ekki í stuði í kvöld? Þegar ég spurði nánar útí þetta kom hinsvegar í ljós að hún hafði ekki séð skrif dagsins um áhrif dökka súkkulaðisins. Því hefur nú verið kippt í liðinn ;c)

Jón Þór Bjarnason, 21.3.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Maður er svo áhrifagjarn; nú er ég kominn með belgískt dökkt súkkulaði í ísskápinn sem ég narta í daglega, smá bita. Gef konunni líka með mér ;c)

Jón Þór Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband