Færsluflokkur: Menning og listir
30.4.2007 | 13:56
Hvaða Hip Razical lag er best?
Menning og listir | Breytt 1.5.2007 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 20:30
Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins 2007
Jón Drangeyjarjarl hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp afrek Jóns. Síðastliðna helgi var Jón valinn ferðafrömuður ársins fyrir starf sitt. Í dómnum segir m.a. að viðurkenningin sé veitt fyrir "einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt "
Þið sem ekki hafið farið í siglingu með Drangeyjarjarlinum, takið frá dag í sumar til að upplifa magnaða sögu- og náttúruferð!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 10:32
Galdrastafir fyrir örvæntingarfulla stjórnmálamenn!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 09:17
Úrslitakvöldið Hip Razical óhagstætt
Hip Razical frá Sauðárkróki lentu á úrslitakvöldi Músiktilrauna í nokkrum vanda. Tónlist þeirra hljómaði illa, sérstaklega í upphafi, sem kannski bæði má skrifa á vondan hljómburð Hafnarhússins fyrir rafmagnaða tónlist, auk þess sem hljómsveitin hafði ekki fengið nema brot af þeim hljóðprufutíma sem boðið var upp á á undankvöldinu í Loftkastalanum. Hljómurinn skánaði þegar leið á flutning laganna þriggja, en strákarnir í Hip Razcial voru hinsvegar hvorki nægilega samstilltir né öruggir. Á svona kvöldi fá menn bara eina tilraun og þurfa að "toppa" til að komast alla leið! Það tókst því miður ekki.
Í mánudagsblaði Morgunblaðsins (bls.34) segir Árni Matthíasson: "Hip Razical var ekki eins sannfærandi og í undanúrslitum. Sveitin lenti líka í smá hljómvandræðum í fyrsta laginu, en náði sér svo ágætlega á strik. Það spillti þó nokkuð fyrir henni að bassaleikarinn er ofvirkur á bassann, spilar allt of mikið, og fyrir vikið var annað lag hennar, sem er býsna gott, leðjukennt á kafla. Síðasta lag sveitarinnar var best, mjög vel heppnað lag með fínni laglínu, sem fékk þó ekki að njóta sín sem skyldi."
30.3.2007 | 12:25
Hip Razical í Músiktilraunum 2007 á laugardag
Bílskúrsbandið okkar hér í Barmahlíð á Krók er nú að á sinni síðustu æfingu fyrir úrslit Músiktilrauna 2007 sem fram fara á laugar- dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Þeir Davíð, Snævar, Styrkár og Jón Atli hafa eytt stórum hluta vikunnar í undirbúning; tónlistarlegan sem andlegan. Lögin It stays the same, Untrue Stories og OD hljóma orðið þétt og fagmannlega útfærð. Seinna í dag fer þetta framtíðarinnar stórband Hip Razical suður á bóginn, því hljóðprufur og fundur eru snemma í fyrramálið. Foreldrar sem og aðrir aðdáendur eru spenntir og ætla að fjölmenna af Krók á þennan hápunkt tónlistarferils strákanna. Miðasala hefst kl. 16, miðaverð er kr. 1.000,- og fyrstu hljómsveitir stíga á svið kl. 17.
Áfram Hip Razical!!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2007 | 12:12
Umsögn Árna Matt um Hip Razical
19.3.2007 | 12:43
Alþjóðasamskipti og menningarmunur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 15:12
Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!
Kúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?
Reikn.nr: 0160-26-3906
Kt: 050635-3849
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 16:14
Sigurljósmyndir Elsu, Áslaugar, Evu, Thelmu og Svölu
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 20:32
Ég varð listmálari seinnipartinn í dag
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)