Færsluflokkur: Bloggar

Eyjakjör á National Geographic Traveller

Í hittifyrra tóku 522 sérfræðingar þátt í að gefa 111 eyjum um víða veröld einkunn. Færeyjar voru valin besti áfangastaðurinn, fengu 87 stig, en Ísland kom þar stutt á eftir, með 80 stig. Meðal umsagna um Ísland voru þessar:

"The canvas is impeccable and awe inspiring."

"Land of extreme natural conditions—fire and cold, wind and ice, light and dark—occupied by a distinct people and their millenary culture. Strong environmental awareness and pristine habitats. However, recent decisions to set up massive aluminum smelters have polarized the country."

"High degree of environmental and social sustainability, although the ongoing development of new smelters and hydroelectric projects may affect environmental values as well as image and attractiveness as a destination."

"Intact ecologically and culturally, with many different forms of touring available, from climate-controlled bus tours to multiday wilderness treks. Icelanders protect their environment and society, ensuring that they gain from tourism without causing harm."

Hægt er að skoða niðurstöðurnar í heild sinni hér


Talnaleikfimi...

Ef frétt Hagstofunnar um þróun á fjölda gistinátta á hótelum er skoðuð, má sjá að það er eiginlega bara árið í fyrra sem sker sig úr. Þá varð mikil aukning í fjölda gistinátta, aðallega vegna erlendra gesta. Sé þróunin skoðuð frá 2002 má sjá jafna og góða aukningu í gistináttafjölda á íslenskum hótelum. En þetta getur auðvitað hver skoðað fyrir sig á stórskemmtilegum tölfræðivef Hagstofunnar. Heildaraukning gistinátta á hótelum og gistiheimilum fór úr liðlega 1,1 milljón árið 1998, í rúmar 1,7 milljónir árið 2006, sem mér reiknast vera um 6% aukning að jafnaði pr. ár.
mbl.is Gistinóttum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækadelískar skammstafanir í símatilboðum

Eitt símafyrirtækjanna hringir nú út og bíður pakkatilboð með heimasíma, gsm og nettengingu. Kona fyrir vestan sagði vinkonu sinni frá því að þeir hefðu haft samband við sig og boðið sér að hringja frítt í alla heimasíma í eitt ár, gsm á góðum díl og ágætis pakka með LSD að auki!

Ósigrandi þvermóðskuþjóð

Var á fyrirlestri Einars Más á Gljúfrasteini á sunnudag, þar sem hann fjallaði um Bjart í Sumarhúsum. Ein sagan sem hann sagði var úr þorskastríði Íslendinga og Englendinga. Breskur ráðherra vildi kynnast óvininum og bað ráðgjafa sinn að útvega bók sem væri lýsandi fyrir þessa litlu eyþjóð í norðrinu. Ráðgjafinn ráðfærði sig við bókfróða menn sem mæltu með því að ráðherrran læsi Sjálfstætt fólk. Að lestri loknum leit ráðherrann raunamæddur á ráðgjafa sinn og sagði: Þetta stríð vinnum við aldrei!

Allt í blóma í Brussel

Aðalinngangur og sýningarhöll nr 5Hér er vorið komið, gróðurinn vaknaður til lífsins í sólskininu síðustu daga. Við höfum meðan á sjávarútvegssýninunni stendur eytt dögunum í miðborginni, borist með straumnum um búðarstræti og bragðað á belgískum vöfflum. Þetta eru kaloríubombur hinar mestu, bornar fram með þeyttum rjóma, jarðaberjum, rjómaís og bræddu súkkulaði. Samviskubit yfir áti á einni slíkri er þó lítið, þar sem mikil orka fer í göngur og erfiðisvinnu hér. Alþjóðlegar veitinga- og verslunarkeðjur gera þessa borg mörgum öðrum líka, en úrval margrómaða belgíska súkkulaðisins og konfektsins setur þó sitt sérstaka yfirbragð á miðborgina. Gamlar hallir, hús og kirkjur tengja mann við söguna, en að öðru leyti eru straumarnir mjög alþjóðlegir. Eins og mín er von og vísa hef ég skotið nokkur hundruð ljósmyndum hér, bæði innan og utan sýningarsvæðis, sem koma sér vel þegar minnið fer að svíkja og myndrænna tenginga verður þörf til að rifja upp þessa tíu góðu apríldaga hér. Gleðilegt sumar!

Brusselsýningin að byrja

Erum búnir að vera hér í fimm heila daga við að setja upp bása fyrir Útflutningsráð og íslensk fyrirtæki á stóru sjávarútvegssýningunni í Brussel. Klikkuð vinna í 12-14 tíma á dag fyrir Sýningakerfi ehf, en gaman í góðum hópi. Höfum enn ekki séð mikið af borginni, þar sem við bæði vinnum og búum í úthverfi. Það stendur þó til bóta á morgun, þegar sýningin byrjar og við fáum frí... loksins... allt þar til niðurrif hefst á fimmtudag. Á sýningunni flæðir allt af mat og drykkjum og stemningin fín, á þessu risastóra svæði, sem tók í fyrrakvöld tæpan klukkutíma að labba kringum. Básaeyjurnar sem við sjáum um eru í höllum 4 og 6, með stærstu höllina, nr. 5, á milli. Um 400 metrar skilja svæðin að, sem þýðir að maður labbar tæplega 10 km á hverjum degi. Grófur óábyrgur eiginútreikninginur segir að sýningin spanni uþb 50 þús fermetra. En ánægjan sem felst í því að vinna við svona er a) skammtímaverkefni (10 dagar); b) góður hópur (sex manns); c) nýtt umhverfi (fyrsta sinn í Brussel)... og allt það góða sem fæst við tilbreytingu í lífinu. Ókosturinn er að vera fjarri þeim sem manni þykir vænst um. Lífið er uppfullt af kostum og göllum, þetta er bara spurning um að njóta þess besta sem aðstæður hverju sinni bjóða upp á.

Dásamleg Dorrit

Dorrit í skagfirskri lopapeysu - mynd: Gunnar hirðljósmyndari embættisinsHaldin var mikil menningar- og tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gærkvöldi, þar sem hæfileikafólk á öllum aldri sýndi listir sínar fyrir forseta Íslands og frú. Í lok dagskrár fengu forsetahjónin gjafir, þ.á.m. lopapeysur. Dorrit opnaði strax sína gjöf, reif sig úr rauða jakkanum og fór í peysuna. Þvínæst tók hún upp peysu eiginmanns síns og reyndi allt hvað hún gat til að fá hann úr jakkanum og í peysuna. Óli vildi ekki leika með og þá batt Dorrit bara peysuna hans um mitt sér, eins og maður gerir gjarna í útilegum. Þessi "tískusýning" hennar, eins og eiginmaðurinn kallaði það, féll í góðan jarðveg gesta, sem sýndu henni með lófataki að þeir kunnu vel að meta hennar alþýðlegu athafnir og frísklegu framgöngu.

Brettaferð og kennsla

Einn nemenda minna í brettakennslunniÍ gær var hér í Skagafirði blíða og heiðskýr himinn. Ég greip tækifærið og skellti mér á bretti á skíðasvæðið í Tindastóli. Til að byrja með var það svolítið skrýtið að koma úr víðáttum Austurríkis í sína gömlu brekku, en þarna er enn nægur snjór og verður það trúlega langt fram í maí. Færið var frábært og ég fór nokkur nokkur góð rennsli. Á staðnum voru grunnskólabörn í heimsókn, með rassinn út í loftið, óörugg og dettandi. Engin virtist sinna því að leiðbeina þeim. Flest voru á skíðum, en fjögur á bretti. Ég stóðst ekki mátið að breiða út brettaboðskapinn og bauðst til að kenna þeim undirstöðuatriði í snjóbrettakeyrslu. Þau þáðu það með þökkum og breiðu brosi, enda komin með auman bossa og uppgjafarsvip á andlit. Við tókum einn og hálfan klukkutíma í að æfa helstu trixin; standa með rétta þungadreifingu, beita köntunum rétt og taka beygjur. Ég var sæll með að geta miðlað minni þekkingu; þau enn sælli með að finna eftir smá stund að þetta virkaði: Þau höfðu stjórn á brettunum og byltunum hafði fækkað. Síðar um daginn þegar við kvöddumst voru þau alsæl og brostu breitt, en fyrir mig varð dagurinn líka meira gefandi en ég hafði reiknað með. Það er alltaf gott að geta gefið af sér.

Orðljótur, drykkfelldur ónytjungur

Read my lips No more BushLeikstjórinn Oliver Stone er nú að vinna að mynd um George W. Bush, en hann hefur áður gert myndir um Kennedy og Nixon. Stone segist ekki vera að gera áróðursmynd gegn Bush, hann sé bara að reyna að skilja hvernig þessi maður, sem var orðljótur drykkfelldur ónýtjungur, gat orðið forseti Bna og þarmeð valdamesti maður heims (ruv.is 9.4.2008). Myndtengingin við þetta blogg segir hug minn allan: Burt með Búskinn! ;)

Ég vil að mér sé hlýtt...

Fyrir margt löngu var á Krók kennari sem sagði þessa setningu nötrandi yfir óþekkan bekkinn sinn: Ég vil að mér sé hlítt! Einn nemandinn kenndi í brjósti um skjálfandi kennarann sinn og svaraði samúðarfullri röddu: Viltu fá lánaða peysuna mína?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband