Færsluflokkur: Bloggar

Bangsi vera góður...

Ísbjörninn og vinir hans á Þverárfjalli 3. júní 2008 - mynd: Skagafjordur.com...NEI BANGSI, skamm... við ólseigir Skagfirðingar... alveg óætir... HJÁLP, skjótið, skjótið!

(Mynd fengin að láni af skagafjordur.com


Kraftaverkaklippingar?

Kate Bush Vinkona mín fór í morgun á stofu að láta snurfusa á sér hárið; klippa og strípa. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema að í stólinn við hliðina á henni settist stelpa sem bar fram afar sérkennilega ósk. Sjálfsagt fá hárskerar ýmsar skrýtnar beiðnir, sem erfitt er að verða við. Allavega kom mjög skrýtinn svipur á þennan, þegar stelpan bað í fullri alvöru um klippingu eins og Kate Bush, þannig að hún virkaði bæði beinni í baki og undirhakan á henni sæist ekki!

Skagafjörður - Skemmtilegur í fríinu!

Um 30 þúsund manns heimsækja Glaumbæ árlegaNú er loks tilbúinn til prentunar, ferðabæklingurinn um Skagafjörð sem ég er búinn að vera að vinna við síðustu mánuði. Útkomuna á þessum veglega 24 blaðsíðna mynd- og litskrúðuga bæklingi er hægt að sjá á pdf-sniði með því að smella á viðhengið hér að neðan. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við hugmynda- og textavinnu, útfærslur og myndefni; lásu yfir og gerðu gagnlegar athugasemdir. Kærar þakkir fyrir gefandi samstarf til ykkar allra sem unnuð með mér að bæklingnum.

Í þjónustukortum fyrir Sauðárkrók (um 9 mb) og Skagafjörð (um 10 mb) má svo finna meira um ferðaþjónustufyrirtækin sem taka á móti ykkur þegar þið komið í Skagafjörðinn í sumar Happy


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

The icelandic horse has five gaits...

... já, ég er ekki að djóka, hann er með 5 "gaits" ... sjáið bara sjálf, hér :)

Drangeyjarmyndir

Um 30 myndir frá eggjatökuferðinni eru nú komnar inn í myndaalbúm hér til vinstri, eða bara hér!

Falleg fasteign með einstöku útsýni yfir fagran fjörð

Hluti af útsýni úr stofuMá til með að benda á þetta einbýlishús á Sauðárkróki sem var að koma á sölu. Útsýnið þarna er alveg frábært; við blasa Drangey, Málmey og Þórðarhöfði, auk Molduxa, Tindastóls og austurfjalla. Skjólgóð verönd er til suðurs, og svo er útivistarparadísin í Litla-Skógi aðeins í 50m fjarlægð. Sjá nánar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bíó á Króknum eftir Skagfirðinga í Kvikmyndaskólanum

Sauðárkróksbíó sýnir um helgina tvær stuttmyndir; útskriftarverkefni tveggja Skagfirðinga sem voru að ljúka námi í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin Yfirborð eftir Stefán Friðrik Friðriksson hlaut um síðustu helgi aðalverðlaunin á útskriftarhátíð í Laugarásbíói, en einnig verður sýnd í Sauðárkróksbíói myndin Þjófur, þjófur, eftir Ragnar P. Pétursson. (Í framhjáhlaupi má geta þess að við Ragnar lékum saman á fjölum Þjóðleikhússins árið 1996, í Sumrinu fyrir stríð, eftir Jón Ormar Ormsson).

Vonandi verður svo samskonar stuttmyndaveisla á Króknum að ári, þegar Skagfirðingarnir Davíð Jónsson og Styrkár Snorrason mæta heim með sín útskriftarverkefni, en þeir voru fyrir skemmstu að ljúka sínu fyrra ári í Kvikmyndaskólanum.


Sextugur svikahrappur á ferð

Ferðaþjónustubændur hafa orðið fyrir barðinu á manni sem þykist vera blaðamaður og fer fram á fría gistingu og mat, gegn því að skrifa grein um fyrirtækið. Hann stingur svo af án þess að borga, þótt  tilboði hans hafi ekki verið tekið. Hann er á bílaleigubíl frá Hasso, en þar á bæ liggur ónothæft kreditkortanúmer mannsins. Þessi u.þ.b. sextugi svikahrappur heitir Theodore Kosoy, ekur bíl með númerinu RE 814 og sást síðast á svæðinu í kringum Hornafjörð. Ferðaþjónustufólk, verið á varðbergi!

Ég þurfti að athuga

tvisvar; fannst ég hlyti að vera lesa fréttaskot á Baggalutur.is...  Ég sver það, ég veltist úr hlátri í hvert sinn sem ég sé þetta myndrænt fyrir mér. Þvílíkt æði sem gripið hefur konuræfilinn við þessa athugasemd um hávaðasamt símtal. Tæplega tuttugu manns sárir, þarmeð hún sjálf, en gaurinn sem úða átti á slapp. Já, helvíti getur maður verið seinheppin piparjúnka!
mbl.is Beitti piparúða í reiðikasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex hjá sjöundadagsaðventistum kl 8?

Einu sinni fór ég tvisvar á þriðjudegi á fjórhjóli yfir Fimmvörðuháls... jamms, það held ég nú! Grin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband