Jarðarfararfötin og glottið á Geir

Annar sætur strákur í jarðarfararfötumMér fannst nú svolítið hrokafullt glottið sem ég sá á Geir um daginn, hann svona talaði niður til mín fannst mér. Svo fannst mér vera svona jarðarfarastemning yfir jakkafötunum hans, algjörlega óviðeigandi í skemmtiþætti um snilldina í hagstjórninni. Fötin voru kannski valin af því tilefni að Geir var, að sögn Eyþórs Arnalds, nýbúinn að jarða innflytjendaumræðuna með því að segjast sjálfur vera af útlendum ættum? Þeir eru djúpir þessir strákar!  En svona í alvöru, þá finnst mér þessar rannsóknarniðurstöður sem sagt er frá í fréttum ruv.is í dag skýra margt af því sem við sjáum í íslenskri pólitík þessi misserin. Til viðbótar má benda á að árangur Þórólfs Árnasonar er ekkert ósvipaður þeim sem Ingibjörg Sólrún náði hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma. En því miður gerði hún ekki sama gagn og sætasta stelpan fyrir Geir og því fer sem fer!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Annar sætur strákur, hahaha, þetta var reglulega fyndið og ég næstum missti af þeim brandara. En ég sakna Þórólfs Árnasonar úr borgarstjórastólnum - og það er ekki fyndið. Samt er gott að vita til þess að Vilhjálmur og Gísli Marteinn ætla að lita grænt og auka almenningssamgöngur. Ég mun fylgjast spennt með uppfyllingu loforða með haustinu.

Berglind Steinsdóttir, 15.4.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband