Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
12.3.2007 | 22:35
Get ég líka fengið greddunúmer?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 19:59
Er öflun, notkun og skráning heimilda það mikilvægasta í BA-skrifum?

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007 | 14:10
Árshátíð Háskólans á Hólum
Síðastliðið laugardagskvöld hélt Hólaskóli árshátíð sem var afar vel heppnuð í alla staði. Af því tilefni hafa ljósmyndir af glaðværum gestum verið settar inn í myndasyrpu hér á síðunni, sem áhugasamir geta nálgast með því að smella hér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 20:06
Dónaskapur stjórnarflokkanna við Vestfirðinga

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 13:08
Endurtekið efni úr Fréttablaðinu?
Þetta er nánast alveg sama frétt og var í Fréttablaðinu í fyrrahaust, nánar tiltekið þann 21. október (sjá hér að neðan). Ég skrifaði skólagrein um þessi fyrirbæri í vetur, en sófasamfélögin eru 3 hið minnsta (á netinu): CouchSurfing.com, HospitalityClub.com og GlobalFreeloaders.org (ef ég man þetta allt rétt) og byggja á 50 ára gamalli hugmyndafræði Servas International.
Fréttablaðið (2006) Fylgiblað: Allt Ferðir o.fl., laugardaginn 21. október 2006: Allt, ferðir o.fl: Umfjöllun um sófasamfélög og viðtöl við meðlimi, bls. 6-7. Skoðað 21. október 2006, á vefslóðinni: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/061021.pdf
![]() |
Fékk hugmynd að beddaleit á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2007 | 11:05
Handbolti í körfuboltasamfélagi
Á spjalli heimavefs Skagfirðinga, skagafjordur.com, er spurt hvort ekki eigi að fara að æfa handbolta á Sauðárkróki. Sum bæjarfélög hafa hefð fyrir handbolta, en á Króknum hefur verið leikinn körfubolti í meira en 40 ár, síðan 1964 þegar Helgi Rafn Traustason fyrrum kaupfélagsstjóri byrjaði að þjálfa hóp ungra drengja. Um þetta skrifaði ég samantekt í körfuboltablað fyrir nokkrum árum, sem ég er nú að reyna að grafa upp til að birta hér þessu til stuðnings. Undantekningalítið hefur Tindastóll átt síðustu tuttugu ár lið í úrvalsdeild karla meðal þeirra bestu á landinu og þetta hefur styrkt hefðina enn frekar.
Sem dæmi um þessa sterku hefð er til saga um landsliðsþjálfara í handbolta sem kom ásamt reyklausum vini sínum til Sauðárkróks fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að skapa stemningu fyrir íþrótt sinni. Allir krakkarnir fengu handbolta í hönd og stilltu sér upp í röð til að skjóta á mark. Þetta gekk ágætlega þar til þjálfarinn brá sér aðeins frá, en þá voru allir umsvifalaust farnir að drita sínum handboltum löngum þriggjastigaskotum á körfurnar á hliðarveggjunum! Svo eru líka takmörk fyrir því hvað eitt lítið landsbyggðaríþróttafélag hefur bolmagn í að halda úti þjálfun í mörgum greinum, en þær eru þegar nokkuð margar hjá Tindastóli á Sauðárkróki.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 13:01
Er bisness í snarreddingum og skítmixi?
Fyrir tæpri viku var þessi óviðjafnanlega smáauglýsing í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni:
Snarreddingar & Skítmix
"Minniháttar- bílviðgerðir, húsviðgerðir, trésmíði, málingarvinna.
Meiriháttar- matreiðsla, bagstur, hárgreiðsla, félagsskapur, flísalagnir, stíblulosun, hellulagnir. Sími xxx-xxxx."
Það er greinilega mikil fjölhæfni hjá þeim sem þarna bjóða fram þjónustu sína, en ég get ekki að því gert að samsetningin er áhugaverð, að maður tali nú ekki um fyrirsögina og hvort hún hafi almennt vakið traust lesenda! Það hefði líka verið fróðlegt fá nánari skýringar á þessu "skítmixi". Að lokum má svo velta því fyrir sér hvað sé innifalið í "meiriháttar-félagsskap"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 11:00
Hópnauðgun Dolce & Gabbana?

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 22:26
Gamalt löggukaffi gott á brúsa
Á Íslandi eru að mínu mati tveir "kaffiframleiðendur" sem standa upp úr í gæðum:
Te & Kaffi og Kaffitár. Bæði fyrirtæki sérhæfa sig í því sem heitir "speciality coffee".
Te & Kaffi hef ég heimsótt í fabrikkuna í Hafnarfirði og á þaðan minningar um góðar mótttökur og frábæra kaffiprófun. Oftast kaupi ég kaffi frá þeim til heimabrúks, gjarnan baunir sem ég mala sjálfur. Kaffið frá Kaffitár er líka mjög gott, en ég þekki það minna. Skemmtileg saga hefur verið sögð um tilurð einnar tegundar kaffis frá Kaffitár, en hún heitir Rjúkandi Suðurnesjakaffi. Sagan segir að það hafi verið búið til sérstaklega samkvæmt beiðni frá lögreglunni í Keflavík, sem óskaði eftir kaffi sem yrði ekki ódrekkandi þótt það stæði lengi á brúsa. Þetta getur verið gott að vita fyrir þá sem vilja gæðakaffi, en eru lengi að klára af brúsanum sínum.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 16:05
Traustur vinur kvenna?
