Gamalt löggukaffi gott á brúsa

Á Íslandi eru að mínu mati tveir "kaffiframleiðendur" sem standa upp úr í gæðum:
Te & Kaffi
og Kaffitár. Bæði fyrirtæki sérhæfa sig í því sem heitir "speciality coffee".

Te & Kaffi hef ég heimsótt í fabrikkuna írjúkandi suðurnesjakaffi Hafnarfirði og á þaðan minningar um góðar mótttökur og frábæra kaffiprófun. Oftast kaupi ég kaffi frá þeim til heimabrúks, gjarnan baunir sem ég mala sjálfur. Kaffið frá Kaffitár er líka mjög gott, en ég þekki það minna. Skemmtileg saga hefur verið sögð um tilurð einnar tegundar kaffis frá Kaffitár, en hún heitir Rjúkandi Suðurnesjakaffi. Sagan segir að það hafi verið búið til sérstaklega samkvæmt beiðni frá lögreglunni í Keflavík, sem óskaði eftir kaffi sem yrði ekki ódrekkandi þótt það stæði lengi á brúsa. Þetta getur verið gott að vita fyrir þá sem vilja gæðakaffi, en eru lengi að klára af brúsanum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er búið til eðal kaffi á Bíldudal líka! Man ekki í augnablikinu hvað það heitir en það fæst í Melabúðinni :)

Heiða B. Heiðars, 8.3.2007 kl. 22:35

2 identicon

Það fæst náttlega allt í Melabúðinni og fyrir utan það að þá á ég eina svona sögu þar sem títtnefndir Te og Kaffimenn buðu okkur á vinnustaðnum að kaupa kaffi, sem við og gerðum. Kaffikannan var alin upp á gamla Ríó kaffinu. Við fengum 4 eða 5 tegundir til að prófa og allar voru ódrekkandi. Svo kemur kallgarmurinn með 6 tegundina til a prófa og viti menn hún var æðisleg. Við inntum að sjálfsögðu eftir leyndarmálinu og það var auðvelt....sama blanda og í Ríó kaffinu. Og að sjálfsögðu klikkaði kaffið aldrei, meirasegja þó það stæði og það lengi. Kv, Gunsterinn.........gunster.bloggar.is

Gunster (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband