Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
6.3.2007 | 21:07
Ert þú með stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu?
Kunningjahjónum mínum brá heldur í brún í síðustu viku þegar bréf frá Ríkisskattstjóra datt inn um bréfalúguna, en í því stóð að húsbóndinn á heimilinu hefði stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu og að honum bæri að mæta, helst með lögfróðan mann sér við hlið, til yfirheyrslu á tilgreindum tíma. Eftir taugatitrandi mínútur og óþægilegar vangaveltur ákváðu þau hjón að leita svara við þessari ósmekklegu sendingu. Nokkrum símtölum síðar var sannleikurinn kominn í ljós.
Fundist hefði plagg í bókhaldi Byrgisins með undirritun óþekkts manns, sem var hið sama og nafn hins saklausa húsbónda í þessari sögu. Svo virðist sem starfsmenn Ríkisskattstjóra hafi skautað fulllétt í gegnum nauðsynlega rannsóknar- og heimavinnu og valið nánast af handahófi þann einstakling úr símaskránni sem bar líkast nafn. Sett hann svo bara á lista yfir grunaða, bókað yfirheyrsluherbergið, sent bréfið og vonast til að hafa giskað rétt. Hefur þú nokkuð lent í svona taugatrekkjandi hentugleikaúrtaki Ríkisskattstjóra nýverið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 17:31
Andskotinn fær ölið sitt
Nemendafélag eitt sóttist eftir styrk frá drykkjarvöruframleiðanda vegna vinninga til að veita á árshátíð, t.d. gæti kassi af öli verið vel þeginn. Í tölvupósti var erindinu svarað neitandi og sagt að þeir sæju sér því miður ekki fært að styrkja félagið að þessu sinni. Sá sem átti samskiptin fyrir hönd nemendafélagsins tók eftir því að svarpósturinn var nokkru lengri en efni stóðu til og "skrollaði" því neðar. Þar komu í ljós innanhússamskipti starfsmanna fyrirtækisins, þar sem einn hafði áframsent erindið á annan, með þessum orðum: "Eigum við eitthvað að vera að svara þessum andskota?"
Sumir hefðu nú bara kyngt þessu og mesta lagi sagt vinum eða bekkjarfélögum frá, en þessi vinurinn er vanur að segja sína skoðun umbúðalaust finnist honum þörf á því. Hann hringdi því í yfirmann hjá fyrirtækinu og sagði ákveðinn sína skoðun; að sér finndist svona dónaskapur vera fyrir neðan allt velsæmi. Auðvitað urðu menn alveg rosalega miður sín og svöruðu því til að þetta hafa verið "smá innanhúshúmor sem ekki hefði átt að fara lengra". Í framhaldinu kom svo afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu, ásamt loforði um nokkra kassa af öli. Blankheit nemendafélagsins gætu orðið siðferðisþrekinu yfirsterkari, en hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 10:46
Hlutverk bílstjórans batnar ekki með aldrinum
Við hjón stoppuðum á bensínstöð í Borgartúni í gærdag til að fá okkur beikonpylsu og pappírsbolla af Kaffitári. Meðan við stóðum við afgreiðsluborðið kom inn gamall maður og honum var mikið niðri fyrir. Fyrst var hann svo óðamála að við skildum ekkert, nema eitthvað: "
eldri borgara
". Svo róaðist hann aðeins og sagðist þá ekki ánægður með hvað menn skiptu ört um nafn á hótelum borgarinnar. Hann sagðist vera akandi með sinni eiginkonu, en þau hefðu villst af leið. Hann sagði að þau væru á leið á eldriborgarafund og hefðu verið að leita að Hótel Nordica, "
þessu sem áður hét Park-eitthvað, áður en þeir skýrðu það svo Holiday Inn. Óþolandi hvað alltaf er verið að breyta um nöfn á þessu!"
Eftir smá vangaveltur fundum við út í sameiningu hvert ferðinni væri heitið og vísaði ég honum til vegar þannig að kann kæmist á leiðarenda sem stysta leið. Hann lét mig svo tvítaka leiðarlýsinguna hægar og einbeitti sér mikið þegar hann endurtók það sem ég sagði. Með það þakkaði hann kærlega fyrir sig og fór út, en kom svo aftur inn um hálfri mínútu síðar, kvíðinn á svip, horfði biðjandi á mig og sagði: "Viltu segja mér þetta einu sinni enn svo ég villist nú ekki meira, konan mín er búin að skamma mig svo rosalega!"
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 20:32
Ég varð listmálari seinnipartinn í dag

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 10:34
Hólmsteinsk hálf-sagnfræði

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 20:26
Blaut bleyja framan í ungbarnafjölskyldur

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)