Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Frost í samskiptum á ritstjórn

Það færist í aukana að tvær fréttir um sama efni séu í sama fjölmiðli á sama tíma. Þetta á bæði við um dagblöð og fréttanet, eins og t.d. núna á mbl.is. Þessi hefur fyrirsögnina Talsvert frost víða um land, en hin, sem er nánast um sama efni heitir Víða talsvert frost í dag. Gera verður meiri kröfur en þetta til alvöru fjölmiðla, að hægri hendin viti hvað sú vinstri er að aðhafast.

mbl.is Talsvert frost víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þá daga mátti ekki gefa kynlíf í skyn

Skafti Ólafsson söngvari hefur í dag verið gestur Freys Eyjólfssonar í þættinum Geymt en ekki gleymt á Rás 2. Hann sagði m.a. frá því að lagið Allt á floti hafi eitt sinn verið bannað í Útvarpinu. Tímarnir hafa sannarlega breyst, því ástæðan var aðallega lokaerindi textans, þar sem segir:

Ég kem til þín í kvöld, við kossa blíða og ástareld

Bæði gleymum við stund og stað,

ég seg’ ei meir’ um það!

Þá verður allt á floti allsstaðar...


Hræðileg hálka...

... sem ræðst á bílstjórann og lætur hann keyra ógætilega við vondar aðstæður með alltof lítið veggrip...  Þetta er svona eins og að segja: Maður hljóp fram af hömrum, og má rekja slysið til hamranna!


mbl.is Þrír létust og 24 slösuðust í rútuslysi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkjaveisla í Ameríkunni

Einn góður vinur minn býr vestanhafs og hefur gert um einhverra ára skeið. Í msn-spjalli áðan sagði hann mér frá því að nú væri Þakkargjörðardagur, og að hann væri á leiðinni í Tyrkjaveislu. Ég fór eitthvað að spyrja út í það og fékk þá að vita að Tyrkinn yrði étinn; hann væri í ofninum og alveg að verða steiktur. Hvítir Bandaríkjamenn hafa nú oft komið illa fram við fólk með annan hörundslit, en þetta fannst mér fullmikið af því góða. Ég komst svo að hinu sanna í málinu þegar hann spurði: Hvað heitir það annars á íslensku, Turkey?

Samfarir við álfa?

Þetta er auðvitað ekkert sniðugt, en mér dettur samt í hug sagan af prestinum sem var að ræða álfa og huldufólk við söfnuð sinn. Hefur einhver séð álf? spurði prestur. Allnokkrir réttu upp hendi. En hefur einhver talað við álfa? spurði sérann næst. Örfáir réttu upp hönd. En, spurði prestur "hefur einhver haft samfarir við álf?" Aðeins einn gamall heyrnadaufur afdalabóndi á aftasta bekk rétti upp hendi og söfnuðurinn sneri við hausum. Hvað segirðu Egill minn, hefur þú haft samfarir við álf? spurði þá prestur forviða. "Ha... sagðirðu álf?" svaraði Egill vandræðalegur á svip, "mér heyrðist þú segja kálf!"

mbl.is Grunaður um að hafa nauðgað hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skólinn loks að slíta sig frá kirkjunni?

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins er börnum nú óheimilt að fara í ferðir á skólatíma sem tengjast fermingafræðslu. Bréf um þetta efni var sent grunnskólum landsins í síðustu viku. Þessu fagna ég, sem hef lengi gagnrýnt hvað kirkjan hefur víða óheftan aðgang að skólabörnum. Að mínu mati eiga trúboð og fræðsla, kirkja og skóli, menntun og trúmál, enga samleið. Af gefnu tilefni má líka taka fram að börn sem eru annarrar trúar, fermast borgaralegri fermingu, eða kjósa að fermast ekki, hafa verið algjörlega utanveltu í því fyrirkomulagi sem verið hefur við lýði.

Röng skilaboð í refsingu?

Kartöflur eru minna borðaðar en áður fyrr og margir af yngri kynslóðinni kjósa pasta, hrísgrjón og aðra valkosti umfram gamla góða jarðeplið. Nú þegar jólin nálgast og yngstu börnin fara að fá í skóinn er hægt að leiða hugann að því hversu heppileg skilaboð það eru að refsa þeim fyrir óþekkt með því að setja kartöflu í skóinn.

Betrumbætt skógarsaga

Heimspekilegar vangaveltur á borð við þá að ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð? hafa orðið tilefni skemmtilegra umræðna í gegnum tíðina. Ný útgáfa af þessari heimspekilegu pælingu hljómar svona: Ef karlmaður talar einn í skógi og engin kona heyrir til hans, hefur hann samt rangt fyrir sér? LoL

Ómerkileg rannsókn

Rannsóknin sýnir aðeins að konur með hærri tekjur noti minni tíma til heimilisverka. Hún segir ekkert um það hvort heimilisfeður og börn sinni þessum verkum meira fyrir vikið, eða hvort það er einfaldlega bara sjaldnar eldað, þrifið og þvegið á heimilinu en fyrr. Auk þess er nú oft beint samhengi milli tekna og vinnutíma; þú þarft að vinna meira til að hafa meiri tekjur, og þá áttu minni tíma aflögu til að sinna öðrum hugðarefnum. Af fréttinni að dæma er þetta afar takmörkuð rannsókn og túlkun á niðurstöðum aðeins ágiskanir.
mbl.is Hærri laun - færri húsverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drepa skólarnir sköpunargáfuna?

Á flandri mínu hér á blogginu í dag ráfaði ég inn á síðuna hans Jóhanns Björnssonar, eins og ég hef stundum gert áður. Að þessu sinni voru það þó skrif Kristjáns Guðmundssonar í athugasemdadálknum sem vöktu athygli mína; eða öllu heldur slóð sem hann benti á þar. Rétt í þessu var ég að ljúka við að hlusta á sir Ken Robinson flytja einhvern fróðlegasta og skemmtilegasta fyrirlestur sem ég hef lengi hlýtt á. Ef þið hafið áhuga á því að heyra um hvert við erum að stefna með menntun barnanna okkar, þá endilega smellið hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband