Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
15.1.2007 | 14:44
Var Glitnir að senda út fréttatilkynningar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 00:04
Rugl út í eitt hjá RUV
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2007 | 12:37
Taka á Herbalife eiturefnin strax af markaði
Fjórir læknar hafa staðfest við Sjónvarpið að síðustu 7 ár hafi fólk verið lagt inn á sjúkrahús vegna Herbalife. Til viðbótar þessu liggja upplýsingar fyrir frá árinu 2001 um aukaverkanir af neyslu náttúruefna frá Herbalife, þetta staðfesta læknar á Íslandi í könnun nemenda við HÍ. Það er með ólíkindum ef þessar hættulegu aukaverkanir, þ.m.t. svæsin lifrarbólgutilfelli, hafa verið þekktar í 6-7 ár, að enn hafi ekkert verið gert í því að vara neytendur við eða koma þessum efnum af markaði.
Eitthvað virðist forgangsröð aðgerða hafa brenglast, en íslenskir læknar stefna á að kynna lifrarbólgutilfellin á evrópsku læknaþingi eftir nokkra mánuði, í stað þess að kynna það fyrir skjólstæðingum sínum hér á landi, og Lyfjastofnun er enn bara að spá í að vara við vörunum frá Herbalife. Hvers eiga lifrarbólgusjúkir neytendur þessara eiturefna að gjalda? Upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir eru meira en nægar til að vara strax við neyslu ákveðinna Herbalife-vara, og svo á einfaldlega að banna þær á markaði þegar endanlegar niðurstöður um skaðsemi liggja fyrir.
Sannanlega hafa nú fundist 3 tegundir eitraðra jurta í vörum frá Herbalife, þannig að yfirlýsing framleiðanda um að vörur þeirra séu Öruggar og að Óhætt sé að neyta þeirra er bara lygi. Það eina rétta í stöðunni er að þar til gerð yfirvöld sendi strax frá sér tilkynningu til neytenda um að vörur frá Herbalife séu Óöruggar og að Hætta eigi neyslu þeirra strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2007 | 16:05
Forystusauðir á fjallvegum
Kom með minni eðalspúsu norður yfir Holtavörðuheiði seint í gær við vægast sagt vondar aðstæður. Alveg blindbylur og fjúk svo ekki sá út úr augum. Bílarnir óku á norðurleið í langri halarófu sem hafði myndast þegar þjóðvegur 1 lokaðist í tæpa klukkustund niðri í Borgarfirði vegna umferðarslyss. Enn einu sinni stór og lítill bíll úr gagnstæðum áttum, nú flutningabíll og slyddujeppi, sem lá utan vegar illa farinn. Þá í flutningabílnum sakaði ekki en sá í jeppanum er alvarlega slasaður. Ömurlegt.
Á leið norður yfir Holtavörðuheiði mjakaðist röðin hægt, oftast á um 10 20 km hraða, stundum alveg stopp þegar bylurinn blindaði sýn. Fyrir framan okkur var bíll sem ók hægar en aðrir og varð hann því fljótlega fremsti bíll í seinni röð. Það var ekki öfundsvert hlutskipti að rýna í sortann og reyna að sikta út stikur eða kennileiti til að stýra eftir. Skyggni oft innan við 10 metrar. Þó aðstæður væru vondar var talsvert auðveldara að elta sterkrauð afturljós. Forystusauðurinn reyndi einu sinni að losna úr hlutverkinu, gaf stefnuljós og fór út í kant. Ekki treysti ég mér til þess að aka fremstur bíla og lagði því fyrir aftan hann. Fyrir aftan mig var jeppi með öflug framljós, en hann lagði líka út í kant og beið. Eftir nokkra bið hélt sá fremsti áfram í hlutverki forystusauðsins.
Á heiðinni voru bílar að keyra út af í blindunni og rútur voru stopp í vanda, en sem betur fer lokaði enginn þeirra veginum. Þeir eiga heiður skilinn sem fóru fremstir og leiddu sínar raðir klakklaust yfir, en fullt tilefni hefði þó verið til að útvarpa varnarorðum til vegfarenda um þessar varasömu aðstæður. Mér skilst að þau hafi farið í loftið um það leyti sem veðrinu slotaði.
Bloggar | Breytt 14.1.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 09:45
Lítil kattarsaga

Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 20:42
Gönguferð og góður gítarleikur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 17:36
Rógburður ríður um héruð
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég rakst á umræðu spjallverja á skagafjordur.com að sem unglingur ólst ég upp við margar mergjaðar sögur af nafngreindum bæjarbúum. Sumar voru ósköp sakleysislegar meðan aðrar voru nokkuð illkvittnar og meiðandi. Þær skutu alltaf upp kollinum öðru hvoru í umræðum manna á milli, stundum í aðeins breyttri mynd, en alltaf um sömu einstaklinga. Og í hvert skipti sem maður sá viðkomandi, datt manni sagan í hug. Annaðhvort hló maður innra með sér eða fann til með honum, allt eftir eðli sögunnar, en maður var sjaldnast í nokkrum vafa um að menn hefðu lent í því sem sagt var.
Nokkrum árum síðar bjó ég í bæjarfélagi á öðru landshorni. Eftir því sem vikurnar liðu fóru gömlu sögurnar sem ég þekkti að heiman að skjóta upp kollinum ein af annarri í frásögnum innfæddra. Munurinn var bara sá að nú fjölluðu þær um nafngreinda menn í þeirra samfélagi. Sagnamenn sögðust meira að segja hafa í eigin persónu orðið vitni að sumum þeirra ef maður dró í efa sannleiksgildið. Smám saman varð mér ljóst að þessar sömu sögur voru á ferð víðsvegar um landið, en oftast höfðu þær verið stílfærðar upp á aðstæður og einstaklinga í nærsamfélaginu; fjölluðu um einhverja sem allir á svæðinu könnuðust við og lá vel við höggi. Oftar en ekki er um sömu sagnaglöðu einstaklingana að ræða sem bera út svona Gróusögur um sveitunga sína. Skyldi þetta enn vera stundað og ætli þetta sé eitthvert séríslenskt fyrirbæri?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 12:32
Sljór hugur og andleysi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 15:49
Mig langar að lifa átta ár til viðbótar
Í dag er síðasti dagur reykinga minna, sem nú hafa staðið í eitt og hálft ár. Samanlagt hef ég þó líklegast reykt í yfir 25 ár af minni 46 ára ævi. Í dag er ég að undirbúa mig fyrir stóra daginn á morgun. Í kvöld drep ég í síðustu sígarettunni. Ég er þegar byrjaður að brjóta upp mynstur og undirbúa mig andlega. Búinn að skrá hjá mér ýmislegt sem getur hjálpað mér við að lina þjáningar morgundagsins, auk þess að stunda massífa sjálfssefjun með lestri á óþægilegum staðreyndum sem fylgja reykingum. Í bæklingi Hjartaverndar um reykingar koma fram margar mjög svo vondar staðreyndir fyrir okkur reykingarfólk, s.s. skert lífsgæði og töluvert styttri lífslíkur.
Ávinningur þess að hætta að reykja í dag (á þeim aldri sem ég er) gæti verið sá að ég lifði allt að 8 árum lengur en ef ég héldi reykingunum áfram. En hvernig metur maður átta ár sem hugsanlega koma síðar á lífsleiðinni? Það er varla nokkur leið, þetta er óáþreifanleg stærð sem kannski aldrei kemur. En þegar ég hugsa til þess hvað ég hef upplifað marga stórkostlega hluti á síðustu átta árum, þá gæfi ég aleiguna til að fá að halda í þær minningar. Með því að setja árin átta í þetta samhengi skil ég betur hve mikil verðmæti þau geta orðið í lífi mínu og þá fer mig að langa rosalega til að eiga þau inni síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 09:15
Ertu afturhaldssinni eða framfaramaður?

Í pistli á skagafjordur.com skrifaði Þórný Jóhannsdóttir í síðasta mánuði um það sem mörgum er hugleikið í Skagafirði síðustu misserin; mögulega virkjun Jökulsánna, kosti þess og galla. Hægt er að mæla með lestri á pistli Þórnýjar í heild sinni, en það sem ég vildi gera að umræðuefni hér er hvernig orðræðan hefur þróast, eða henni beint í ákveðinn farveg.
Svo virðist sem afgerandi gjá hafi verið mynduð milli þeirra sem hlynntir eru virkjun og stóriðju, og þeirra sem eru á móti eða eru uggandi yfir áhrifunum og vilja skoða aðra kosti. Þórný talar um að þeir sem vilja nýta Jökulsárnar og Austurdalinn til annars en að virkja séu nú í umræðunni orðnir öfgafólk, afturhaldssinnar og kaffihúsalið, meðan þeir sem eru fylgjandi virkjun og stóriðju fá annan og jákvæðari stimpil sem framfarasinnar og athafnafólk. Þeir síðarnefndu eru þá dugnaðarforkarnir, en þeir fyrrnefndu ónytjungar sem ekki þarf að hlusta á.
Auðvitað er það afl sem virkjunarsinnar hafa á bakvið sig, þ.e. stjórnvöld, Landsvirkjun, erlend stóriðjufyrirtæki og aðra hagsmunaaðila, bæði fjársterkara og öflugra bakland en hinum stendur til boða. Við sjáum þann leik sem Alcan er að leika með mútugjöfum í ýmsu formi í Hafnarfirðinum til að bæta ímynd sína vegna fyrirhugaðrar stækkunar, en slagkraftur þeirra hlítur að verða margfalt meiri en Sólar í Straumi, sem berjast gegn stækkuninni. Leikurinn er ójafn - það er vitlaust gefið. Er þetta kannski allt spurning um fjármagn, þar sem þeir ríkari verða ávallt ofaná, í ímyndarsköpun, við mótun hugmynda og raunverulegs frelsis til athafna? Eru hugsjónir og önnur hugmyndafræði en þóknast þeim efnameiri deyjandi fyrirbæri á Íslandi framtíðarinnar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)