Rugl út í eitt hjá RUV

Nú er verið að sýna myndina "Rugl út í eitt" í Sjónvarpinu. Það er sunnudagskvöld og vinna á morgun hjá flestum, en samt sýna þeir bíómynd sem endar ekki fyrr en klukkan 12:40… tuttugu mínútur í eitt í nótt! Og það er ekki eins og þetta sé í fyrsta sinn, þeir gera þetta iðulega og stundum endar dagskráin fyrr hjá þeim á föstudagskvöldum en á sunnudagskvöldum. Hvað eru menn að pæla eiginlega? Ég er allavega farinn að leggja mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hva, þetta var mjög góð mynd og bara hægt að taka hana upp ef maður er syfjaður. Auðvitað mætti hafa góðar alþjóðlegar myndir fyrr á sunnudagskvöldum en frábært framtak hjá Ríkisútvarpinu okkar að bjóða uppá svona myndir.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.1.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband