Austurríki um næstu helgi

Spennan eykst hjá okkur unglingunum sem erum að fara þrjú saman næsta laugardag til Austurríkis í skíðaferð, en þar verðum við í heila átta daga á snjóbrettum upp um fjöll og fyrnindi. Svæðið er stærra en það sem við höfum prófað áður, og svo er hótelið líka flottara en þau sem við höfum oftast verið á. Búið er að finna tvo brettagarða í næstu dölum og þangað verður farið með Grafenberg-kláfnum, sem fer frá hóteldyrum og upp í tæplega 1.800 metra hæð; u.þ.b. þrjú þúsund metra vegalengd! Maður er ekki alveg að átta sig á þessu ennþá Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff þetta hljómar of vel :)

Skemmtu þér vel og renndu þér nokkrar ferðir fyrir okkur hin sem sitjum við B.a skrif.

Pálína (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk Pálína, vonandi heppnast þetta jafn vel og efni standa til... við ætlum í það minnsta að skemmta okkur vel :) Þið fáið minnst eina ferð á mann og ég skal hugsa hlýtt til ykkar sem eruð í þessum sporum sem ég var í fyrir ári síðan. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi látið þið nú eftir ykkur allavega eina fjallaferð þó ritgerðin pressi á, það reyndist mér vel til að hreinsa hugann.

Jón Þór Bjarnason, 10.3.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband