Vannýtt blóðbað og voðaatburðir

Það rifjast enn og aftur upp fyrir mér í því verkefni sem ég vinn nú að, hve gríðarleg verðmæti og tækifæri Skagfirðingar eiga í Sturlungasögunni, en að sama skapi vannýtt. Hér er lítið um raunverulega “vöru” að bjóða ferðamönnum, þrátt fyrir að hér hafi farið fram bæði fjölmennustu og blóðugustu bardagar Íslandssögunnar, annarsvegar 3000 manna bardagi við Örlygsstaði, og svo lágu um hundrað manns í valnum í Haugsnesbardaga. Hér átti sér líka stað einn níðingslegasti atburður þessarar óaldar, þegar á þriðja tug manna voru brennd inni í Flugumýrarbrennu. Gissur jarl slapp eins og menn vita með því að sökkva sér í sýruker. Að lokum má svo nefna að eina sjóorustan sem háð hefur verið við Ísland (fyrir utan Þorskastríðshnoðið) hófst með siglingu skipa Kolbeins unga og hans hermanna frá Selvík á Skaga, en hann barðist við Þórð Kakala og menn hans úti fyrir Húnaflóa. Víða erlendis nýta menn mun ómerkilegri atburði til þess að búa til vinsæla áfangastaði fyrir ferðamennn, en þetta hefur okkur enn ekki tekist hér í Skagafirði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband