17.9.2007 | 11:15
Heilagur hvíldardagur rofinn af hávaðasömu helgihaldi
Rétt hjá mínu nýja heimili glymja á hverjum sunnudagsmorgni kirkjuklukkur hinnar ríkisreknu trúarsamkundu svo undir tekur í hverfinu. Hvers vegna þarf kirkjan að auglýsa samkomur sínar á sunnudögum með þessum dómsdags hávaða? Fyrir utan að vera í hróplegu ósamræmi við þá hugarkyrrð sem kirkjan boðar veltir maður því fyrir sér hvort þetta virkar jákvætt í markaðssetningunni hjá þeim; hafa þeir gert könnun á því hvort fleiri mæta þegar bjöllunum er hringt? Er þetta ekki bara úrelt gamaldags aðferð við að láta illa upplýstan almúgann vita af messunni, arfur frá þeim tíma þegar fólk vissi ekki hvað tímanum leið og skortur á upplýsingum kallaði á þennan hávaða til að láta söfnuðinn vita af messuhaldinu? Í ört vaxandi borgarsamfélagi er allt til þess vinnandi að minnka hávaðamengunina og kirkjan ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og taka upp hljóðlátari aðferðir til að draga sína syndasauði á sunnudagssamkomurnar.
Athugasemdir
Nú er ég ekki sammála þér. Ég bý nú nálægt kirkju. Og rólegheitunum sem er hér í dalnum þá finnst mér tilheyra að hlusta á kirkjuklukkurnar í Hóladómkirkju hringja inn messu.
Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2007 kl. 12:02
Já og svo má líka alltaf við klukknasönginn rifja upp hlutverk kirkjunnar í mótun samfélags fyrri alda, hverjum þær þjónuðu og hvernig kirkjunnar menn beittu því ofurvaldi sem þeir höfðu á þeim tíma... ;) Hólar t.a.m. réðu yfir Drangey, sem var matarkista Skagafjarðar um aldir, og lengst af máttu bara höfðingjarnir nýta þar hlunnindin... Annars vildi ég með mínum skrifum aðallega velta upp þeirri spurningu hvort þessum glymjanda væri á bætandi í hávaðasamri borg...
Jón Þór Bjarnason, 17.9.2007 kl. 12:20
http://sss3.blog.is/blog/sss3/entry/295995/ má ég benda á þennan pistil minn um sama efni...tek heilshugar undir með Jóni.
Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:55
Það eru mikill munur á að búa í hávaðanum í borginni eða í sveitasælunni sem skagafjörður er. Þess vegna er ég ekki viss um að að fara aftur suður eftir þessa dvöl mína í skagafirði.
Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2007 kl. 13:00
Skemmtileg skrif Ellert, kann vel við hvassan tóninn hjá þér, það er gott að vita að það eru fleiri en ég sem finnst þetta hryðjuverk við sunnudagskyrrðina tímaskekkja.
Jón Þór Bjarnason, 17.9.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.