Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
24.3.2009 | 20:10
Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?
"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.
20.1.2009 | 14:25
Áherslur Sigurðar Kára
10.1.2009 | 11:46
Er þetta hinn dæmigerði Íslendingur?
Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.
Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,
Þótt einhvernjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.
- Steinn Steinarr -
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:17
Spillingarlið
Mikil óvissa um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 11:05
James Bond - The fourth cod war!
13.11.2008 | 14:26
Meira kreppuskrípó
Það er gott að nota hláturinn til að halda sönsum; hér er Veigar Freyr á ferð með fullt af fínu gríni. Uppáhaldið er GHH að biðja um lán hjá Kínverjunum, lol
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 10:46
Draugagangur upphefst í Seðlabankanum
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 13:16
Bæjarhálfvitinn á bryggjunni
Margir óvissuþættir í spánni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 11:02
Vaxandi atvinnuleysi í Kína veldur óróa og fólksflótta.
Samkvæmt frásögn opinberra embættismanna er lausafjárkreppunni kennt um að tugþúsundir farandverkamanna eru nú á förum frá borginni Guangzhou í suður-Kína eftir að hafa eftir að hafa misst störf sín. Kreppan veldur því að brottfararfarþegum á aðalbrautarstöð borgarinnar hefur fjölgað í 130.000 manns á dag.
Í Goangzhou, sem er ein helsta framleiðsluborg Kína, hefur fjöldi útflutningsfyrirtækja orðið gjaldþrota upp á síðkastið. Kínverskir embættismenn hafa áhyggjur af því að skyndileg aukning á atvinnuleysi geti leitt til ólgu í samfélaginu, og þegar hefur fréttst af ófriði og mótmælum í héruðunum Zhejiang og Guangdong. Þau útflutningsfyrirtæki sem hafa orðið verst úti framleiða leikföng, skó og húsgögn.
Vaxandi deilur á vinnumarkaði vegna gjaldþrota og uppsagna í þessari viku hafa neytt yfirvöld í borginni Shenzhen til að gefa út viðvörun, þar sem þau kalla eftir samvinnu opinberra stofnana til að reyna að draga úr vaxandi ólgu. Shirong Chen, sem starfar við greiningar fyrir BBC í Kína, segir að hliðaráhrifa muni einnig gæta víðar í landinu, þar sem um 1,3 milljónir íbúa jarðskjálftahéraðanna í Sichuan-héraði starfi í Shenzhen. Þrjár milljónir farandverkamanna í sveitarfélaginu Chongqing, sem hafa árlega sent andvirði milljóna dollara heim í hérað, standa nú frammi fyrir atvinnuleysi og skertum tekjumöguleikum. (Heimild: BBC News Magazine)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 10:07