Vaxandi atvinnuleysi í Kína veldur óróa og fólksflótta.

Samkvæmt frásögn opinberra embættismanna er lausafjárkreppunni kennt um að tugþúsundir farandverkamanna eru nú á förum frá borginni Guangzhou í suður-Kína eftir að hafa eftir að hafa misst störf sín. Kreppan veldur því að brottfararfarþegum á aðalbrautarstöð borgarinnar hefur fjölgað í 130.000 manns á dag.

Í Goangzhou, sem er ein helsta framleiðsluborg Kína, hefur fjöldi útflutningsfyrirtækja orðið gjaldþrota upp á síðkastið. Kínverskir embættismenn hafa áhyggjur af því að skyndileg aukning á atvinnuleysi geti leitt til ólgu í samfélaginu, og þegar hefur fréttst af ófriði og mótmælum í héruðunum Zhejiang og Guangdong. Þau útflutningsfyrirtæki sem hafa orðið verst úti framleiða leikföng, skó og húsgögn.

Vaxandi deilur á vinnumarkaði vegna gjaldþrota og uppsagna í þessari viku hafa neytt yfirvöld í borginni Shenzhen til að gefa út viðvörun, þar sem þau kalla eftir samvinnu opinberra stofnana til að reyna að draga úr vaxandi ólgu. Shirong Chen, sem starfar við greiningar fyrir BBC í Kína, segir að hliðaráhrifa muni einnig gæta víðar í landinu, þar sem um 1,3 milljónir íbúa jarðskjálftahéraðanna í Sichuan-héraði starfi í Shenzhen. Þrjár milljónir farandverkamanna í sveitarfélaginu Chongqing, sem hafa árlega sent andvirði milljóna dollara heim í hérað, standa nú frammi fyrir atvinnuleysi og skertum tekjumöguleikum. (Heimild: BBC News Magazine)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband