Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Birna fær ekki bótoxið sitt

Bangsi með bótox?Nú er verið að stoppa upp ísbirnina sem komu á land í Skagafirði sl. sumar, en verkið hefur tafist vegna gjaldeyriskrísunnar. Dýrin þurfa að líta vel út og hafa þrýstnar og fallegar varir þegar þau koma til síns heima, á Blönduósi og Sauðárkróki. Til þess þarf varafyllingarefnið Bótox, sem ekki fæst afhent frá Bandaríkjunum vegna innflutningshafta. Þetta segir Haraldur uppstoppari á Akureyri í viðtali við Feyki.is á Sauðárkróki.

Útrásarkerling skilur eftir tóman dall

Gráðug kerling, hitaði sér velling, og borðaði, namm namm namm, síðan sjálf, jamm jamm jamm, af honum heilan helling. Svangur karlinn, varð alveg dolfallinn, og starði svo, sko sko sko, heilan dag, o ho ho, ofan í tóman dallinn!

Landinu stjórnað af flónum

"Ykkur hefur verið stjórnað af flónum síðustu tvö til þrjú ár", segir Robert Z. Aliber í viðtali við RUV í dag. Í Mogganum segir Aliber "ólíklegt að nýir leiðtogar, sem væru valdir af handahófi í símaskrá, gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld". Robert Aliber, sem er prófessor emeritus við háskólann í Chicago, hefur hefur á löngum ferli sínum rannsakað fjármálakreppur um víða veröld.

Kreppan kom mér aftur á lappirnar

"Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar", heyrðist maður einn segja fyrr í vikunni, og bætti svo við: "Það er búið að taka af mér bílinn!"

Bjartsýnn bankastarfsmaður

Ný skilgreining á bjartsýni á þessum síðustu og verstu tímum, er þegar bankastarfsmaður tekur sig til á sunnudegi og straujar fimm skyrtur!

Gömul saga og ný

Svo var það eitt sinn þann óra tíma,

að enga vinnu var hægt að fá.

Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma

við hungurvofuna, til og frá.

Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,

og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.

Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,

um brauð handa sveltandi verkalýð.

 

Þann dag var hans ævi á enda runnin

og enginn veit meira um það.

Með brotinn hausinn og blóð um munninn,

og brjóst hans var sært á einum stað.

 

Úr Verkamanninum, eftir Stein Steinarr


Yfirbílstjórinn Davíð

Mynd af Baggalutur.is

Söfnun í Danmörku handa fátækum Íslendingum

Blaðamenn Extra BladetÞeir eru húmoristar dönsku strákarnir hjá Extra Bladet, sem stóðu í gær á götunni með söfnunarbauka og báðu fólk að gefa Íslendingum pening. Húmorinn verður svo enn beittari ef það er haft í huga hvar söfnunin fór fram, haha. Smellið HÉR til að sjá myndskeiðið (virkaði betur hjá mér í IE en Firefox).

Bankauglýsingarnar burt... í bili!

Væri ekki smekklegra, með íslenska efnahags(gl)undrið í huga, að bankarnir kipptu snarlega úr birtingu auglýsingum í fjölmiðlum; sumar með svo óviðeigandi fagurgala að manni hryllir við?

Álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að undirstöður íslensku bankanna séu traustar og að eiginfjárstaða þeirra sé sterk. "Þessar niðurstöður sýna að bankarnir geta staðist veruleg áföll..."(J.F.J., 21. ágúst 2008; heimild: http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband