Færsluflokkur: Spaugilegt

Vantar þig gjaldeyri?

Þeir klikka ekki og eru alveg ómissandi á þessum viðsjálverðu tímum Baggalútsmenn. Á síðunni þeirra, baggalutur.is má nú meðal annars lesa þessar smá-auglýsingar:

Ertu í sorgarferli?

Ekki byrgja reiðina inni. Erum að ráða núna.

Handrukkun Bússa og Valda.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Vantar þig gjaldeyri?

Eigum slatta af erlendri mynt sem fáanleg er gegn vægu gjaldi. Skilyrði er að gjaldeyriskaupendur kafi sjálfir eftir myntinni.

-Þingvallanefnd-

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Viltu slaka á eftir erfiðan dag í bankanum?

Líttu við og slakaðu á í góðra vina hópi. Alltaf heitt á könnunni. Athugið að almenningur er ekki velkominn.

Stjórnarráðið – sælureitur í alfaraleið


Elton John Lennon á Gullbylgjunni

Á útvarpsstöðinni Gullbylgjunni var í gær sagt frá því að Yoko Ono væri komin til landsins til að kveikja elton-john_694782.jpgá friðarsúlunni og minnast með því dauða eiginmanns síns, Eltons Johns. Síðan var spilað lag með hinum samkynhneigða tónlistarmanni, sem var síðast þegar ég vissi, alveg sprelllifandi. Kannski voru það kringlóttu Lennon-gleraugun sem Elton John skartar gjarnan sem urðu til að svo heiftarlega sló útí fyrir kynninum. Vona bara að fáir Bretar hafi heyrt þetta, nóg höfum við nú böggað þá samt síðustu daga.

Söfnun í Danmörku handa fátækum Íslendingum

Blaðamenn Extra BladetÞeir eru húmoristar dönsku strákarnir hjá Extra Bladet, sem stóðu í gær á götunni með söfnunarbauka og báðu fólk að gefa Íslendingum pening. Húmorinn verður svo enn beittari ef það er haft í huga hvar söfnunin fór fram, haha. Smellið HÉR til að sjá myndskeiðið (virkaði betur hjá mér í IE en Firefox).

Íslenska efnahagsundrið er engin bóla

„Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyrirmyndir á næstu árum og áratugum." Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í grein í Markaðnum í dag. (3. september 2008; heimild: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4193/)

Farmers Market medley

Eins og sjá mátti og heyra í sjónvarpinu í fyrrakvöld, er norska Klezmer-bandið Farmers Market eitt allra skemmtilegasta læf-band Noregs í dag, og þótt víðar væri leitað. Í þættinum í fyrrakvöld spiluðu þeir ásamt KORK (Kringkastningorkestret) og vöktu mikla lukku, en HÉR eru þeir einir á sviði með líflegan medley.

Tækninni fleygir fram... og aftur!

Ungur drengur var með eldri frænda á ferð í bíl nýverið. Það var heitt í veðri og þegar sá stutti kom í bílinn voru rúður niðri til að lofta inn. Frændinn ók bílnum stuttu síðar inná stæði við verslun og drap þar á. Stráksi bað hann þá um að svissa aftur á bílinn; hann hefði gleymt að skrúfa upp rúðuna. Það þarf ekki að svissa á hann til þess, sagði frændinn "þú snýrð bara handfanginu þarna á hurðinni og skrúfar þannig upp." Sá ungi horfði vantrúaður á frændann, en sá svo að rúðan færðist uppávið þegar hann sneri varlega handfanginu. Sagði svo yfir sig hrifinn: "Djís, þetta er ótrúlegt... rosa er þetta orðið tæknilegt maður, ha?!"

Sérstaða Útvarps Kántrýbæjar

Fyrirtækjum er það mikilvægt að ná að skapa sér sérstöðu á markaði og þetta veit Hallbjörn Hjartarson, sem af mikilli þrautsegju sendir enn út kántrýtónlist og "vinur-minn"-spjall á útvarpsstöðinni sinni á Skagaströnd. Með sinni sérstöku rödd les hann auglýsingarnar sínar sjálfur. Í einni þeirra kemur hann inn á sérstöðu sinnar stöðvar, nefnilega að Útvarp Kántrýbær sé "eina útvarpsstöðin á Íslandi sem næst á Þverárfjalli!"

Góð lygasaga

Auðvitað getur mannræfillinnn hafa fallið í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipað og hæð Hallgrímskirkju) eins og gefið er í skyn í erlendu fréttinni. Auk þess er afar ólíklegt að hann hafi verið bitinn í nefið af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldið honum þétt upp að andlitinu á sér. Þetta hljómar allt eins og maðurinn sé ekki bara orðljótur, heldur líka alveg hraðlyginn.
mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttar vindáttir í byggingarbransanum

Mikil lægð er í bygggingarbransanum. Nú segja gárungarnir að ef þú sjáir byggingarkrana snúast á Reykjavíkursvæðinu, sé það vegna þess að vindátt hafi verið að breytast ;)

Netkaffihús á Króknum?

Net-Kaffi-KrókurEru þeir ekki eitthvað að misskilja þetta á Króknum með netkaffihúsin?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband