Færsluflokkur: Spaugilegt
7.11.2008 | 13:16
Bæjarhálfvitinn á bryggjunni
Nú þegar komið hefur í ljós að æðstu stjórnendur hafa brugðist okkur svo hrapalega sem raun ber vitni, dettur mér í hug saga sem ég heyrði á sínum tíma í Noregi. Bæjarhálfvitinn var eitthvað að væflast niðrá bryggju, þar sem risaflutningaskip lá við festar. Skipstjórinn stóð hátt uppá brúarvæng og spókaði sig sperringslegur, þegar hann kom auga á vitlseysinginn niðrá bryggju. Vantar þig vinnu ræfillinn? kallaði skipstjórinn til hans og glotti góður með sig. Tja, þa... það er a a a aldrei að vita var stamað spekingslega neðan af bryggju. E E Ertað sssspá í að hhhhætta?
Samkvæmt ÞESSUM manni hefði bæjarhálfvitanum ekki tekist ver upp við að stýra þjóðarskútunni en þeim sem verið hafa við stjórnvölinn hér á klakanum kalda síðasta áratug. Spurning hverjir eru aðal-bæjarhálfvitarnir í dag...?!!!

![]() |
Margir óvissuþættir í spánni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 10:07
Höfuðstöðvar Nýja Glitnis á Akureyri
28.10.2008 | 10:18
Birna fær ekki bótoxið sitt

Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 13:12
Útrásarkerling skilur eftir tóman dall
Gráðug kerling, hitaði sér velling, og borðaði, namm namm namm, síðan sjálf, jamm jamm jamm, af honum heilan helling. Svangur karlinn, varð alveg dolfallinn, og starði svo, sko sko sko, heilan dag, o ho ho, ofan í tóman dallinn!
25.10.2008 | 12:20
Hefði verið skemmtilegra...
... ef fyrirsögnin hefði verið: Bubbi datt á rassgatið... og meiddi sig í þumlinum, lol ;)
![]() |
Bubbi Morthens flaug á hausinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 14:12
Það er árið 1975...
... en ekki árið 2008, eins og sjá má á þessu:
- Við eigum í stríði við Breta
- Það eru gjaldeyrishöft
- Það ríkir óðaverðbólga
- Atvinnuleysi er vaxandi
- Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
- Forsætisráðherran heitir Geir og er sjálfstæðismaður
- Bankarnir eru í ríkiseigu
- Fjármálaráðherra er Mathiesen og er sjálfstæðismaður
- Seðlabankastjórinn heitir Davíð
- AC/DC er að skríða upp á vinsældalistana
![]() |
Yfir 50% aukning á atvinnuleysisskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 12:01
Kreppan kom mér aftur á lappirnar
"Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar", heyrðist maður einn segja fyrr í vikunni, og bætti svo við: "Það er búið að taka af mér bílinn!"
18.10.2008 | 11:57
Bjartsýnn bankastarfsmaður
Ný skilgreining á bjartsýni á þessum síðustu og verstu tímum, er þegar bankastarfsmaður tekur sig til á sunnudegi og straujar fimm skyrtur!
16.10.2008 | 14:51
Má grínast með sifjaspell?
Maður ætti auðvitað að láta athuga sig, að þykja þetta fyndið þegar Ólafía Hrönn nauðgar Pétri Jóhanni. Hverjum þætti það sniðugt ef dæminu væri snúið við og drukkinn boldangs Pétur nauðgaði pasturslítilli Ólafíu? Á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra sá ég dönsku myndina Listin að gráta í kór, en það er grínmynd um sifjaspell. Myndgerðarmönnum tekst hið ómögulega, nefnilega að fá mann til að hlæja með, en á sama tíma hafa innilega samúð með öllum hlutaðeigandi. Er þetta kannski bara málið í dag, að fá mann með þessu móti til að velta fyrir sér ólíkum sjónarhornum... og hlæja sig svo fram til heilbrigðrar niðurstöðu?
![]() |
Má grínast með nauðganir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 12:11
Yfirbílstjórinn Davíð
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)