Góð lygasaga

Auðvitað getur mannræfillinnn hafa fallið í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipað og hæð Hallgrímskirkju) eins og gefið er í skyn í erlendu fréttinni. Auk þess er afar ólíklegt að hann hafi verið bitinn í nefið af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldið honum þétt upp að andlitinu á sér. Þetta hljómar allt eins og maðurinn sé ekki bara orðljótur, heldur líka alveg hraðlyginn.
mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gætir líka lesið erlendu greinina betur og séð að það er bara talað um að hamraveggurinn sé 280 feta hár (um 85 metrar) en ekkert sagt um úr hvaða hæð hann datt.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég er búinn að lesa greinina vel og sá vel þetta sem þú talar um, hæð uppgöngunnar. Hinsvegar er þetta sett þannig fram að vafi leikur á úr hvaða hæð Ramsey hinn orðljóti féll úr. Frásögn hans ber keim af ýkjum, ætluðum til að gera ferðina alla ævintýralegri.

Jón Þór Bjarnason, 28.7.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband