Má grínast með sifjaspell?

Maður ætti auðvitað að láta athuga sig, að þykja þetta fyndið þegar Ólafía Hrönn nauðgar Pétri Jóhanni. Hverjum þætti það sniðugt ef dæminu væri snúið við og drukkinn boldangs Pétur nauðgaði pasturslítilli Ólafíu? Á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra sá ég dönsku myndina Listin að gráta í kór, en það er grínmynd um sifjaspell. Myndgerðarmönnum tekst hið ómögulega, nefnilega að fá mann til að hlæja með, en á sama tíma hafa innilega samúð með öllum hlutaðeigandi. Er þetta kannski bara málið í dag, að fá mann með þessu móti til að velta fyrir sér ólíkum sjónarhornum... og hlæja sig svo fram til heilbrigðrar niðurstöðu?
mbl.is Má grínast með nauðganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo er auðvitað "Festen" !

Fransman (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já segðu, hvernig getur maður gleymt svoleiðis mynd í þessu samhengi?

Jón Þór Bjarnason, 16.10.2008 kl. 15:48

3 identicon

Ég grínaðist nú bæði með naugun og hvaðeina með teiknimyndasögu fyrr á árinu:

 http://molested.comicdish.com/index.php?pageID=3
http://molested.comicdish.com/index.php?pageID=4

Óðinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það má greinilega lítið núna.

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband